Fréttir

Krakkaskák

Krakkaskak.is er nýr vefur fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast skáklistinni og vilja mennta sig í henni. Þar kennir ýmissa grasa fyrir utan skák eins og til dæmis litabók með taflmönnum. Þá eru teiknimyndakeppnir, kennslumyndbönd í skák og fleira skemmtilegt. Einnig er hægt að skrá sig í krakkaskáklið og tefla við önnur börn í rauntíma.  Vefurinn er alveg frír og er rekinn áfram á styrkjum og frjálsum framlögum. Þeir sem standa að kennslunni eru Siguringi Sigurjónsson og Henrik Danielsen stórmeistari í skák. Á vefnum verða haldin skákmót og eins eru alltaf teiknimyndakeppnir í hverjum mánuði sem fyrir eru veitt góð verðlaun. Smellið hér til að skoða vefinn..
Lesa meira

Góðverkadagar

Góðverkadagar eru haldnir um allt land vikuna 20.-24. febrúar.  Markmið þeirra er að hvetja okkur til afthafna og umhugsunar um að láta gott af okkur leiða, sýna náungakærleik og vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.  Á síðunni www.godverkin.is er hægt að skrá góðverk og hvetjum við alla til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og láta gott af sér leiða..
Lesa meira

PMT námskeið fyrir foreldra

PMT foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkni og/eða athyglisbrest hefst í mars nk.  Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna námskeið foreldrahópa, einu sinni í viku.  Sótt er um á tilvísanablöðum sem hægt er að nálgast í skólum bæjarins eða hjá skólateymi Fjölskyldudeildar.  Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða netfanginu thuridur@akureyri.is
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar. Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira

Fullt af nýjum myndum af skólastarfinu hjá okkur

Fullt af nýjum myndum eru komnar á heimasíðuna hjá okkur. Myndir af huguðum drengjum að borða þorramat, myndir frá hæfileikakeppninni Naustaskóli "got talent" sem var haldin 2. febrúar og myndir frá deginum í dag sem er tileinkaður stærðfræðinni og voru ýmsar þrautir í boði dagsins. Myndasíða Naustaskóla
Lesa meira

Fréttabréf og matseðill - febrúar 2012

Fréttabréf og matseðil febrúarmánaðar má nú finna hér á vefnum.  Smellið hér...
Lesa meira

Glæsilegur árangur í spurningakeppni

Fulltrúar okkar í spurningakeppni grunnskólanna á Norðurlandi, þau Kristófer, Odda og Pétur, stóðu sig frábærlega, komust alla leið í úrslit í keppninni og urðu í öðru sæti!  Í riðlakeppninni unnu þau lið bæði Brekkuskóla og Hrafnagilsskóla, í undanúrslitum lögðu þau lið Síðuskóla en í sjálfri úrslitaviðureigninni töpuðu þau fyrir Dalvíkingum.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá krökkunum sem eru náttúrulega öll í 9. bekk. 
Lesa meira

Skólaval 2012

Miðvikudaginn 8.febrúar verður haldinn kynningarfundur um val á grunnskóla. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla og er frá kl.20.00 til kl.22.00 Sjá nánar dagskrá fundarins Grunnskólarnir verða með opið hús kl. 09:00-11:00 fyrir foreldra eftirtalda daga í febrúar: Miðvikudaginn 8. febrúar - Lundarskóli Föstudaginn 10. febrúar - Brekkuskóli og Giljaskóli Þriðjudaginn 14. febrúar - Oddeyrarskóli Miðvikudaginn 15. febrúar - Naustaskóli Fimmtudaginn 16. febrúar - Glerárskóli Föstudaginn 17. febrúar - Síðuskóli Foreldrar barna sem fædd eru árið 2006 eru hvattir til að mæta! SKÓLAVAL 2012 bæklingurinn 
Lesa meira

Foreldraeftirlit í Windows 7

Við minnum á að á vefsíðunni http://www.saft.is/ er að finna ýmsar gagnlegar ábendingar fyrir foreldra varðandi tölvu- og netnotkun.  Þar er meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta stillt tölvur heimilisins til að stýra notkun barnanna hvað varðar leikjanotkun, vefskoðun og tölvunotkunina yfirleitt.  Sjá hér..... 
Lesa meira

Lagasmíðar 4.-5. bekkinga

Nemendur í 4.-5. bekk bjuggu til og tóku upp sín eigin lög í tónmennt fyrir áramótin.  Þetta eru hinar athyglisverðustu tónsmíðar og má hlýða á lögin á síðunni http://www.soundcloud.com/naustaskoli.
Lesa meira