03.09.2012
Vikuna 10.-14. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum. Þar er um
að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum, þáttum úr stefnu skólans, hlutverki foreldra í skólastarfinu o.fl.
auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna. Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og
venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk sem fá að sofa örlítið lengur þann 13. sept. Fundirnir verða sem hér
segir:
2.-3. bekkur föstudaginn 14. september kl. 8:10-9:10
4.-5. bekkur miðvikudaginn 12. september kl. 8:10-9:10
6.-7. bekkur mánudaginn 10. september kl. 8:10-9:10
8.-10. bekkur fimmtudaginn 13. september kl. 8:10-9:10
Lesa meira
03.09.2012
Fréttabréf og matseðil septembermánaðar
má nú nálgast hér....
Lesa meira
02.09.2012
ADHD samtökin verða á Akureyri þriðjudaginn 4. september með
spjallfund / fræðslu fyrir foreldra. Fundurinn verður kl. 21:00 í Ökuskólanum, Sunnuhlíð 12, á 2. hæð. Björk
Þórarinsdóttir formaður samtakanna og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stýra fundinum og eru foreldrar barna í leik-, grunn- og
framhaldsskólum hvattir til að mæta. Frír aðgangur. Nánari upplýsingar má fá hjá Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD
samtakanna í síma 6947864, einnig er minnt á heimasíðu samtakanna http://www.adhd.is
Lesa meira
01.09.2012
Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1.
maí fyrir börn 12 ára og yngri er til kl. 20:00. Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir
ofangreindan tíma nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta
þennan tíma...
Lesa meira
28.08.2012
Á skóladagatalinu okkar er útivistardagur settur á föstudaginn 31. ágúst. Þar sem meðal annars eru fjallgöngur á
dagskránni hjá okkur þann daginn langar okkur að hafa nokkuð tryggt veðurútlit, það er ekki fyrir hendi nú og höfum við
því ákveðið að fresta útivistardeginum um óákveðinn tíma. Hann verður síðan auglýstur með tveggja daga
fyrirvara þegar útlitið verður viðunandi...
Lesa meira
20.08.2012
Fyrsta fréttabréf skólaársins er
komið út en þar er að finna hagnýtar upplýsingar varðandi skólabyrjunina. Smellið hér til að opna fréttabréfið. Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira
22.08.2012
Skólasetning í Naustaskóla verður miðvikudaginn
22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:
kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur
kl. 11:00 6.-7. bekkur
kl. 11:30 8.-10. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á skólasetningardaginn eða
daginn eftir, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út föstudaginn 17. ágúst.
Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við
mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Þeir foreldrar sem óska eftir
viðtali við umsjónarkennara á skólasetningardaginn eru beðnir um að senda ósk um það á ritara skólans;
gudrunhuld@akmennt.is
Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira
09.08.2012
Frístund–staðfesting
fyrir skólaárið 2012-2013, fer fram 14. ágúst kl. 10:00 -15:00
Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að
staðfesta skráninguna. Forstöðumaður Frístundar og ritari verða við þriðjudaginn 14. ágúst og taka við staðfestingum.
Staðfesta þarf dvöl í Frístund með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast á framangreindum tíma hafi samband við skólann til
að ákveða tíma. Símanúmer Frístundar í Naustaskóla er 460-4111 og netfang forstöðumanns er
hrafnhildurst@akmennt.is
Lesa meira
01.08.2012
Skólinn annast innkaup á námsgögnum
fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast
öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald haustið 2012 er kr. 3.800 fyrir
alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 0159-15-200070, kt. 070372-5099, fyrir 22. ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem
skýringu/tilvísun. Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-10. bekk:
-
Innkaupalisti 4.-5. bekkjar
- Innkaupalisti 6.-7. bekkjar
- Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Lesa meira
06.06.2012
Nú eru nemendur skólans komnir
í sumarfrí sem stendur til 22. ágúst.
Skrifstofa skólans verður lokuð til 30. júlí en ef þörf krefur má hafa samband við skólastjóra með tölvupósti á
netfangið agust@akureyri.is
Lesa meira