18.04.2012
Foreldraverðlaun
Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 17. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 16.
maí næstkomandi. Óskað er eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2012 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem
vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila og skóla. Með afhendingu
verðlaunanna er vakin eftirtekt á því fjölbreytta starfi sem fer fram í skólum landsins. Fólk er hvatt til að líta eftir
og tilnefna verðug verkefni í sínu nærumhverfi. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað
á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti
skiladagur tilnefninga er 1. maí 2012. Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í
síma 516 0100.
Lesa meira
16.04.2012
Nú eru komnar myndir inn á vefinn frá útivistardeginum okkar um daginn og úr danssmiðju og danssýningu hjá nemendum í 4.-5. bekk.
Smellið hér til að sjá myndir frá
útivistardeginum og hér til að sjá myndir úr
danssmiðjunni..
Lesa meira
15.04.2012
Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30 mun
Guðjón Hauksson halda erindi í Naustaskóla um tölvunotkun og hvað ber að hafa í huga í þeim efnum. Mælst er til þess að
nemendur í 8.-9. bekk og foreldrar þeirra mæti á fundinn en foreldrar yngri barna eru einnig hvattir til að mæta. Smellið hér til að sjá auglýsingu varðandi þetta..
Lesa meira
14.04.2012
Á fundi hjá stjórn Fasteigna
Akureyrar föstudaginn 13. apríl var eftirfarandi bókað varðandi Naustaskóla:
"Áframhald á umræðum um að flýta framkvæmdum við miðjurými skólans og lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Gunnari
Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar og Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla með rökstuðningi
málsins. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf um lúkningu á miðjurými skólans
á grundvelli fyrirliggjandi einingarverða."
Þetta þýðir að við megum eiga von á að hafa bæði matsal og samkomusal í skólanum okkar í haust.
Það eru miklar gleðifréttir fyrir okkur og mun gjörbreyta allri nýtingu á öðrum hlutum hússins og hafa í för með sér
mikið hagræði fyrir nemendur og starfsfólk. Frábærar fréttir!
Lesa meira
07.04.2012
Fréttabréf ásamt matseðli
aprílmánaðar er nú komið á vefinn og má nálgast það
hér....
Lesa meira
02.04.2012
Nú hafa verið auglýstar til
umsóknar nokkrar kennarastöður við skólann fyrir næsta vetur. Um er að ræða umsjónarkennslu, íþróttakennslu og
smíðakennslu. Nánari upplýsingar má nálgast á umsóknarvef Akureyrarbæjar en allar umsóknir þurfa að fara í
gegnum þann vef. Slóðin er: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/vinnustadurinn/storf-i-bodi
Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Lesa meira
11.04.2012
Miðvikudaginn 11. apríl 2012
er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta
farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega
kl. 8:10
Farið verður frá skólanum sem hér segir:
4.-9. bekkur kl. 08:20 en 1.-3. bekkur kl. 09:00
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:
1. – 3. bekkur kl. 11:20 en 4.-9. bekkur kl. 12:00
Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju og eftir það er kennsla skv. stundaskrá til kl. 13:15 en þá endar
skóladagurinn nema hjá þeim nemendum í 8.-9. bekk sem eru í valgreinum eftir þann tíma.
Lesa meira
29.03.2012
Komnar eru inn myndir frá því að hluti af 4.-5. bekkur sýndi vals og dans við Kung Fu Fighting í danssmiðju í vikunni.
Endilega skoðið þær hér
Lesa meira
21.03.2012
Eins og allir vita þurftum við að fresta útivistardeginum okkar 21. mars. Stefnt er að því að útivistardagur í Hlíðarfjalli
verði miðvikudaginn 11. apríl.
Lesa meira
23.03.2012
Í tilefni af 150 ára
afmæli Akureyrar munu nemendur Naustaskóla, ásamt fjölmörgum öðrum grunn- og leikskólanemendum, mæta niður í miðbæ
föstudaginn 23. mars kl. 10:00. Þar munum við fagna tímamótunum m.a. með því að syngja saman nokkur lög. Þeir sem vilja
æfa sig til að vera nú alveg vissir á textunum geta nálgast þá
hér...
Lesa meira