01.02.2013
Hlíðarfjall bauð 4. bekkingum í heimsókn til sín í dag í blíðskaparveðri. Þar fengu þau svigskíðakennslu og
brettakennslu. Allir skemmtu sér vel og voru ánægðir með daginn. Hérna eru myndir frá ferðinni.
Lesa meira
31.01.2013
Nú í febrúar og mars verður boðið upp á
foreldranámskeið um "Jákvæðan aga". Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla,
Hrafnagilsskóla og Krummakoti og kostar 3.500 kr. pr. þátttakanda. Leiðbeinendur verða fjórir starfsmenn skólanna, sem sótt hafa sér
réttindi hjá "Positive Discipline Association" í Bandaríkjunum til að halda námskeið af þessu tagi. Námskeiðið verður haldið
í Naustaskóla og mæta þarf í þrjú skipti, þ.e. laugardaginn 23. febrúar kl. 9:00-14:30, þriðjudaginn 5. mars kl.
19:30-21:00og fimmtudaginn 14. mars kl. 19:30-21:00. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til
að hagnýta aðferðir jákvæðs aga í uppeldinu heima fyrir, auk þess sem tækifæri gefst fyrir foreldra til að miðla reynslu sinni og
skiptast á þekkingu og góðum ráðum. Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið eru beðnir um að skrá sig
með því að smella hér og fylla út skráningarformið sem þá
birtist.Skráningarfrestur er til 10. febrúar en haft verður samband við þátttakendur með tölvupósti að þeim tíma liðnum.
Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 þátttakendur.
Lesa meira
30.01.2013
Hin árlega hæfileikakeppni nemendaráðs var haldin fimmtudaginn 24. janúar sl. Þar stigu nemendur í 4.-10. bekk á stokk og létu
ljós sín skína við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var boðið upp á fjölmörg og fjölbreytt atriði þetta
árið og stóðu allir keppendur sig vel, en að lokum var það eins og endranær þannig að aðeins voru veitt verðlaun fyrir þrjú
atriði. Í fyrsta sæti varð Guðmundur Tawan í 5. bekk sem sýndi Parkour-æfingar, í öðru sæti varð Sigurður Bogi
í 5. bekk en hann söng lag með frumsömdum texta, og í þriðja sæti varð Sunna Björk í 8. bekk með söngatriði. Smellið hér til að sjá myndir frá keppninni en hér til að sjá texta Sigurðar Boga..
Lesa meira
27.01.2013
Loksins loksins eru myndirnar frá ballinu með Retro Stefson þann 30. nóvember sl. komnar á vefinn hjá okkur. Þetta var fyrsta alvöru ballið
í salnum hjá okkur og gríðarleg stemming, Benni "þeytti skífum" og Retro Stefson tryllti lýðinn :) Smellið hér til að sjá myndirnar...
Lesa meira
19.01.2013
Lið Naustaskóla fór með sigur af hólmi í First Lego, tækni- og hönnunarkeppni grunnskólabarna sem fram fór í
Háskólabíói 19. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem skólinn tekur þátt í þessari skemmtilegu keppni og
sannarlega glæsilegur árangur hjá nemendum okkar. Hópur nemenda hefur unnið að verkefninu í haust en það voru að lokum 5
fulltrúar, þeir Almar, Brynjar, Elvar Orri, Júlíus og Magnús, sem héldu til Reykjavíkur í keppnina ásamt Magnúsi kennara sem hefur
aðstoðað við undirbúninginn. Þetta þýðir að lið skólans hefur unnið sér inn keppnisrétt í
Evrópumóti First Lego sem fram fer í Þýskalandi í vor. Hér má sjá frétt mbl.is um málið, og hér má nálgast frétt ruv.is
Til hamingju !!!
Lesa meira
16.01.2013
Alþjóða skíðasambandið stendur
fyrir sérstökum degi (World snow day) sunnudaginn 20. janúar. Í tilefni dagsins býður Hlíðarfjall börnum frítt í fjallið,
20% afslátt í skíðaleigunni og skíðakennslu á vegum SKA kl. 12. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar...
Lesa meira
14.01.2013
Við vekjum athygli á því að nú er dagskrá
félagsmiðstöðvarinnar hjá 8.-10. bekk á vorönninni komin á heimasíðuna. Þar er auðvitað líka að finna
dagskrána hjá miðstiginu á næstunni. Smellið hér....
Lesa meira
11.01.2013
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans gerðum við athugun á því í viðtölunum núna eftir
áramótin hvernig mætingar foreldra skiptust eftir kynjum. Niðurstöðuna má sjá í myndritinu hér fyrir neðan en það er
nokkuð ljóst að í þessum efnum hallar verulega á karlkynið. Feður nemenda við Naustaskóla mega því sannarlega taka þetta
til athugunar og væri gaman að sjá breytta mynd næst þegar við athugum þetta mál...!!
Lesa meira
02.01.2013
Janúarfréttabréfið, ásamt matseðlinum,
er nú komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira
21.12.2012
Þá eru litlu jólin að baki, langþráð jólafrí hafið og við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra
jóla og þökkum samstarfið á árinu. Hér má
sjá myndir frá litlu jólunum en þar var nú líklega mikið um dýrðir, helgileikur, jólasveinar, jólasöngvar
o.s.frv.
Lesa meira