Fréttir

Árshátíð 2013

Árshátíð Naustaskóla 2013 verður fimmtudaginn 7. mars.  Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl. 19:00.  Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...  Nemendur þurfa að mæta til sinna kennara 30 mínútum áður en sýning þeirra hefst. 10. bekkur mun hafa opna sjoppu á árshátíðinni og meðal annars verða seldir kókosbollupakkar á 1000 kr.  Þá verður tekið á móti pöntunum á ís sem keyrður verður út fyrir páskana til áhugasamra...Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

27. febrúar var hin árlega upplestrarhátíð 7. bekkjar í Naustaskóla, en hátíðin er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur með lokahátíð í Menntaskólanum þann 6. mars, þegar fulltrúar 7. bekkja úr öllum skólum Akureyrar reyna með sér í upplestri og framsögn.  Á hátíðinni okkar lásu nemendur upp sögu og ljóð og stóðu sig allir með stakri prýði.  Það voru svo þær Halldóra Snorradóttir og Kolfreyja Sól Bogadóttir sem voru valdar sem fulltrúar Naustaskóla, en Katrín Línberg Guðnadóttir til vara. 
Lesa meira

Foreldraverðlaun Heimila og skóla

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimila og skóla fyrir árið 2013. Skólafólk og foreldrar sem vita um metnaðarfullt foreldrastarf sem eflt hefur samstarf foreldra, nemenda og skólafólks og stuðlað að jákvæðum samskiptum heimilis og skóla eru hvött til að láta vita af því. Hægt er að tilnefna verkefni hér: http://www.heimiliogskoli.is/2013/02/foreldraverdlaunin-2013/
Lesa meira

Starfsdagur - frístund lokuð e.h.

Við minnum á að föstudagurinn 1. mars er starfsdagur og þá er frí hjá nemendum.  Frístund er opin fyrir hádegi en lokuð frá kl. 12:15.
Lesa meira

Dagur tónlistarskólanna í Hofi 23. febrúar 2013

Dagur tónlistarskólanna í Hofi 23. febrúar 2013 Laugardaginn 23. febrúar  verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika.  Kl. 11:00 verður hljóðfærakynning  í Hamraborg , að henni lokinni  verður spennandi  ratleikur um Hof og eru glæsileg verðlaun fyrir vinningshafa. Kl. 11:45 – 12:30 verða kennslustofur opnar , þá er  tilvalið tækifæri til að kynna sér hljóðfæri og lífið í Tónlistarskólanum, fá að reyna sig við  mismunandi hljóðfæri. Hvetjum grunnskólanemendur 1. – 4. bekkja að mæta með foreldrum og kynna sér starfið. Nánari upplýsingar  um aðra viðburði dagsins eru á www.tonak.is Tónlistarskólinn á Akureyri
Lesa meira

Góðverkadagar

Góðverkadagar eru haldnir um allt land vikuna 18.-22. febrúar.  Markmið þeirra er að hvetja okkur til afthafna og umhugsunar um að láta gott af okkur leiða, sýna náungakærleik og vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.  Á síðunni www.godverkin.is er hægt að skrá góðverk og hvetjum við alla til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og láta gott af sér leiða..
Lesa meira

Vetrarfrí

Dagana 13.-15. febrúar er vetrarfrí.  Þá eru nemendur í leyfi en Frístund er opin.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. febrúar.
Lesa meira

Ball fyrir 1.-5. bekk!

Mánudaginn 11. febrúar verður ball fyrir 1.-5. bekk í sal Naustaskóla kl. 17:00-18:30.  Aðgangseyrir er 400 kr. og sjoppan er opin!  Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. 
Lesa meira

Opið hús - skólaval

Föstudaginn 8. febrúar 2013 verður opið hús í Naustaskóla frá kl. 9:00-11:00 fyrir forráðamenn og nemendur sem hefja skólagöngu næsta skólaár. Allar upplýsingar um skólaval og umsóknareyðublöð vegna skólavistar má finna á síðum Skóladeildar undir hlekknum: http://www.akureyri.is/skoladeild/skolaval-2013. Við bjóðum alla sem vilja kynna sér skólann velkomna á föstudaginn!
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið á vefinn.  Auk matseðils og dagatals mánaðarins er þar t.d. að finna fréttir af legó-liðinu okkar, hæfileikakeppni, innritun nýnema í skólann og margt fleira.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira