03.04.2013
Við minnum á að hérna á
vefsíðunni má nálgast ýmis gögn sem lúta að mati á starfinu í skólanum okkar. Síðustu gögnin sem
bættust þar við eru niðurstöður læsisprófa í 1. og 2. bekk og svo niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins
sem lögð var fyrir á dögunum. Þar sjáum við í fyrsta sinn birtast mat og viðhorf forelda til starfsins í skólanum, borið saman
við niðurstöður í meirihluta grunnskóla landsins, og er afar ánægjulegt að greina frá því að Naustaskóli kemur mjög
vel út í þeim samanburði. Til að nálgast þessi gögn er hægt að smella á "skólinn" í stikunni hér efst
á síðunni, og síðan á "matsgögn/skýrslur" eða bara smella hér...
Lesa meira
31.03.2013
Fréttabréf aprílmánaðar er
komið út og má nálgast það hér....
Lesa meira
30.03.2013
Nú er skóladagatal næsta skólaárs
komið á vefinn hjá okkur. Við vekjum þó athygli á því að það er birt með fyrirvara vegna þess að það
á eftir að fara fyrir skólanefnd og því ekki útilokað að einhverjar breytingar kunni að verða... En hægt er að smella hér til að skoða hvernig næsti vetur lítur líklega út :)
Lesa meira
26.03.2013
Kennsla að loknu páskafríi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2.
apríl. Vonandi hafa það allir ljómandi gott í páskafríinu og mæta sprækir til starfa að nýju... :) Gleðilega
páska!
Lesa meira
19.03.2013
Seinni hluti aðalnámskrár grunnskóla fyrir einstök
greinasvið hefur verið birtur sem rafræn útgáfa á vefsíðu menntamálaráðuneytisins. Honum er bætt aftan við almenna hluta
námskrárinnar sem heitir nú: Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 og greinasvið 2013. Lögformleg útgáfa verður birt
í stjórnartíðindum fljótlega. Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í
heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi
skólastig.
Hér má nálgast aðalnámskrána....
Lesa meira
18.03.2013
Þann 20. mars er haldið upp á Alþjóðlega hamingjudaginn
að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Vakin er athygli á því að í tilefni dagsins hefur embætti landlæknis gefið út
„Fimm leiðir að vellíðan“ sem fela í sér einföld skref fyrir unga sem aldna til að auka hamingju og bæta líðan. Þessar
fimm leiðir eru eftirtaldar:
Skapaðu tengsl
Hreyfðu þig
Taktu eftir
Haltu áfram að læra
Gefðu af þér
Veggspjald með nánari upplýsingum um þessar ágætu vörður á leiðinni til hamingjunnar má nálgast hér...
Lesa meira
16.03.2013
Laugardaginn 16. mars kl. 14:00-16:00 verður Legó-hátíð í
Naustaskóla til fjáröflunar Lego-liði skólans, en eins og kunnugt er heldur liðið til keppni í Þýskalandi þann 6. maí nk. og
stendur því fyrir fjáröflun þessa dagana.
Aðgangseyrir verður 500 kr. og verður boðið upp á vöfflur, kaffi/djús, tónlist, vélmennasýningu og leiksvæði fyrir
börnin. Einnig verður happdrætti þar sem gestir geta unnið gjafabréf og varning frá ýmsum fyrirtækjum bæjarins. Er þar um
að ræða ýmsa góða vinninga og kostar miðinn í happdrættinu 500 kr.
Allir velkomnir!!
Lesa meira
13.03.2013
Í dag var farið upp í Hliðarfjall í flottu veðri og í góðri færð. Krakkarnir renndu sér á skíðum,
snjóbrettum eða á snjóþotum. Mikil gleði og kátina skein á andlitum barnanna og starfsfólks og var dagurinn hinn skemmtilegasti.
Hérna eru nokkrar myndir frá
deginum :)
Lesa meira
08.03.2013
Miðvikudaginn 13. mars 2013 er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og
útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í
skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10
Farið verður frá skólanum sem hér segir:
4.-10. bekkur kl. 08:20 en 1.-3. bekkur kl. 09:00
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:
1. – 3. bekkur kl. 11:20 en 4.-10. bekkur kl. 12:00
Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju en eftir það fara nemendur heim eða í Frístund, nema að kennsla verður
í valgreinum í 8.-10. bekk.
Nemendur í 3.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-2. bekk geta því miður ekki fengið
lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.
Útbúnaður:
Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar.
Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma)
Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði.
Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni.
Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.
Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar
dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en
skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum. Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum
aðstoða nemendur eins og kostur er.
Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur.
Starfsfólk Naustaskóla
Lesa meira
04.03.2013
Fréttabréfið og matseðilinn fyrir
marsmánuð má nú nálgast hér...
Lesa meira