19.12.2012
Dagana 2. og 3. janúar eru starfs- og viðtalsdagar hjá okkur. Þá eru kennarar við undirbúning fyrir hádegi en eftir hádegi eru
viðtöl við nemendur og foreldra. Ætlast er til að allir nemendur mæti til viðtals við umsjónarkennara þessa daga. Viðtalstíma er að finna hér en ef tímasetningar henta alls ekki eru foreldrar
beðnir um að snúa sér til ritara skólans (Guðrún s. 4604100 / gudrunhuld@akmennt.is) og við reynum að finna nýjan tíma. Kennsla
samkvæmt stundaskrá hefst svo föstudaginn 4. janúar.
Lesa meira
21.12.2012
Litlu jólin í Naustaskóla verða
föstudaginn 21. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí.
Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 9:00 og skóladeginum lýkur um kl. 11:00.
Frístund verður opin á litlujóladaginn kl. 7:45-16:15.
Að loknu jólaleyfi hefst skólastarfið 2.-3. janúar en þá daga eru starfsdagar fyrir hádegi en viðtöl við foreldra og nemendur eftir
hádegi. Kennsla skv. stundaskrá hefst svo föstudaginn 4. janúar.
Lesa meira
13.12.2012
Á þemadögunum okkar fólst ein stöðin í því að búa til myndbönd við vel valin jólalög.. Afraksturinn
varð tvö myndbönd sem má sjá með því að smella á tenglana hér fyrir neðan en þarna má reyndar líka sjá
ýmislegt sem krakkarnir voru að bralla á þemadögunum.
Hér er Jólasveinarokk
Hér er lagið um Rúdda rokk
Lesa meira
11.12.2012
11.-12. desember eru umhyggju- og samvinnudagar hjá okkur. Þá hafa krakkarnir mikið frelsi til að fara vítt og breitt um skólann og velja sér
viðfangsefni eftir áhuga. Að sjálfsögðu er ýmis konar jólastúss fyrirferðarmikið í dagskránni en svo má
líka bregða sér í nudd, baka, smíða, perla, púsla, syngja og margt fleira. Með því að smella hér má sjá margar skemmtilegar myndir sem teknar voru
í skólanum okkar þriðjudaginn 11. desember..
Lesa meira
07.12.2012
Á fundi bæjarstjórnar þann 4. des. sl.
voru samþykktar breytingar á gjaldskrám grunnskóla sem taka gildi 1. janúar nk. Frá þeim tíma verður gjaldskráin sem hér
segir:
Stök máltíð í mötuneyti 501 kr. Hver máltíð í annaráskrift 371 kr.
Áskrift á mjólk 2.650 kr. á önn. Ávaxtaáskrift 6.042 kr. á önn.
Frístund: Skráningargjald (20 klst.) 6.600 kr. en hver klukkustund umfram það kostar 330 kr.
Lesa meira
13.12.2012
Böll fyrir nemendur í 1.-3. og 4.-7. bekk verða haldin fimmtudaginn 13.
desember. Það er 10. bekkur sem heldur böllin og eru þau liður í fjáröflun þeirra vegna væntanlegs útskriftarferðalags.
Tímasetningar eru sem hér segir:
1.-3. bekkur kl. 16:15-17:30
4.-7. bekkur kl. 18:00-19:30
Aðgangseyrir er 300 krónur og sjoppan er opin.
Allir að mæta með jólasveinahúfur :)
Lesa meira
02.12.2012
Fréttabréf desembermánaðar er komið
á síðuna. Smellið hér til að opna..
Lesa meira
21.11.2012
Í haust hefur staðið yfir leit að Grenndargralinu með þátttöku frá nemendum á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar (sjá hér). Nú er gripurinn fundinn og það eru tveir nemendur úr 8. bekk Naustaskóla, þær
Heiðrún og Sóley, sem urðu hlutskarpastar í leiknum þetta árið! Það munaði reyndar einungis 15 mínútum á
þeim og næsta liði, þeim Ernu Kristínu og Stefaníu en þær unnu einmitt karamellukrukkuna fyrr á tímabilinu. Við erum
auðvitað rígmontin af þessum nemendum okkar og óskum þeim innilega til hamingju!
Lesa meira
20.11.2012
Gunnar Helgason rithöfundur og leikari kom í heimsókn til okkar og las upp úr nýrri bók sinni. Honum var auðvitað tekið með kostum og
kynjum enda ekki á hverjum degi sem frægt fólk ber að garði. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni...
Lesa meira
07.11.2012
Grunnskólanemum stendur til boða að nálgast átta rafbækur eftir
Þorgrím Þráinsson á rafbókaveitunni emma.is, og lesa eins og þá lystir. Bækurnar
höfða til breiðs hóps lesenda allt frá 1.-10. bekkjar. Hugmyndin með þessari bókagjöf er að hvetja krakka og unglinga til aukins
yndislesturs. Einnig er í gangi "rafkápukeppni" þar sem skólakrökkum gefst kostur á að setjast niður og hanna nýjar bókakápur
á sex af bókum Þorgríms. Nánari upplýsingar má finna á síðunni www.emma.is/rafkapur
Lesa meira