Fréttir

Morgunfundir

Vikuna 9.-13. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum í Naustaskóla.  Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna.  Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk fá að sofa örlítið lengur þann 12. sept. og mæta þá kl. 9:15.  Fundirnir verða sem hér segir: 2.-3. bekkur föstudaginn 13. september kl. 8:10-9:10 4.-5. bekkur miðvikudaginn 11. september kl. 8:10-9:10 6.-7. bekkur mánudaginn 9. september kl. 8:10-9:10 8.-10. bekkur fimmtudaginn 12. september kl. 8:10-9:10 Áður en morgunfundirnir hefjast, kl. 7:45-8:10 þessa daga, munu nemendur í 10. bekk selja rúnstykki, kaffi og kókómjólk.  Það er því um að gera fyrir nemendur og foreldra að taka daginn snemma og mæta saman í skólann, fá sér rúnstykki eða jafnvel hafragraut áður en haldið er til fundar og náms.  Rúnstykki kostar 200 kr. og rúnstykki + kókómjólk 300 kr.  Ekki er hægt að greiða með kortum. Rétt er að minna foreldra á að bílastæði við skólann eru mjög af skornum skammti þannig að það er nauðsynlegt að allir sem það mögulega geta komi gangandi...!!
Lesa meira

Útivistardagur

Nú leikur veðrið við okkur og við stefnum því ótrauð að útivistardegi á morgun, föstudaginn 6. september. Nemendur hafa valið sér ýmis viðfangsefni og með því að smella á hnappinn hér á eftir má nálgast nánari upplýsingar um daginn..
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu

Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið.  Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is
Lesa meira

Septemberfréttabréfið

Nú er septemberfréttabréfið komið út og inniheldur það ýmsar hagnýtar upplýsingar og að sjálfsögðu matseðil og helstu atriði í dagskrá septembermánaðar.  Við minnum á að afar gott er að prenta út baksíðu ritsins og hengja á ísskápshurðina...   Smellið hér til að opna fréttabréfið
Lesa meira

Vefsíða unglingastigs

Nú hefur teymi unglingastigs sett á fót sérstaka vefsíðu til að koma á framfæri upplýsingum sem varða skólastarfið, en þar geta nemendur og foreldrar nálgast námsefni, dagskrá fyrir skóla og félagsmiðstöðina Tróju, fréttir, myndir, fyrirlestra og fleira.  Tengill inn á þessa síðu verður aðgengilegur hér á heimasíðu skólans undir hlekknum "nemendur" hér að ofan en einnig má smella hér til að opna síðuna...
Lesa meira

Skólafærninámskeið

Skólafærninámskeið fyrir foreldra nýnema í Naustaskóla verður haldið þriðjudaginn 3. september kl. 17:30-20:00.  Námskeið af þessu tagi eru haldin árlega fyrir foreldra nýnema en markmiðið með þeim er að fræða foreldra um skólann okkar og grunnskólakerfið almennt.  Dagskrá þess verður sem hér segir: Að byrja í grunnskóla - hvað þýðir það fyrir börnin okkar? Grunnskólakerfið á Íslandi - yfirlit og upplýsingar Naustaskóli / starfshættir / agastefna / kennsluaðferðir o.fl. Samskipti heimila og skóla / upplýsingamiðlun - mentorkerfið o.fl. Foreldrafélag / skólaráð / stoðþjónusta Ætlast er til að fulltrúar allra nemenda í 1. bekk mæti á námskeiðið en aðrir eru að sjálfsögðu einnig velkomnir. Boðið verður upp á barnagæslu meðan á námskeiði stendur og léttan málsverð fyrir þátttakendur og börn.
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Það mun flestum kunnugt að veðurspá fyrir föstudaginn 30. ágúst er ekki beint spennandi fyrir útivistardag.  Við höfum því ákveðið að slá honum á frest og athuga hvort ekki verði betra veðurútlit fyrir föstudaginn 6. september...  nánar auglýst síðar...
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf skólaársins

Fyrsta fréttabréf skólaársins er nú komið á vefinn en þar má m.a. finna hagnýtar upplýsingar um upphaf skólastarfsins.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning í Naustaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum: kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur kl. 11:00 6.-7. bekkur kl. 11:30 8.-10. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á skólasetningardaginn eða daginn eftir, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út föstudaginn 16. ágúst. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Þeir foreldrar sem óska eftir viðtali við umsjónarkennara á skólasetningardaginn eru beðnir um að senda ósk um það á ritara skólans; gudrunhuld@akmennt.is Kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira

Staðfesting - Frístund

Frístund– staðfesting fyrir skólaárið 2013-2014, fer fram þriðjudaginn 13. ágúst kl. 10:00 -15:00   Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna. Forstöðumaður Frístundar og ritari verða við þriðjudaginn 13. ágúst og taka við staðfestingum.  Staðfesta þarf dvöl í Frístund með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast á framangreindum tíma hafi samband við skólann til að ákveða tíma.   Símanúmer Frístundar í Naustaskóla er 460-4111 og netfang forstöðumanns er hrafnhildurst@akmennt.is
Lesa meira