21.01.2014
Skíða- og brettaskólinn í
Hlíðarfjalli býður 1. bekkingum á Akureyri að koma í tveggja tíma kennslu á skíðum eða bretti í janúar og
febrúar þeim að kostnaðarlausu. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skipta skólunum niður á helgar og er 1. bekk Naustaskóla boðið
að koma laugardaginn 25. eða sunnudaginn 26. janúar frá kl. 10-12. Það þarf að panta kennsluna á heimasíðu
Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.isfyrir kl. 16 fimmtudaginn 23. janúar. Til að skrá sig í skólann er farið inn
á eftirfarandi tengil: http://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/barnaskidaskolinn/skraningarblad-i-skidaskolann Við
skráningu þarf að skrifa Naustaskóli í dálkinn Annað. Einnig þarf að merkja við ef óskað er eftir búnaði úr
leigunni, hann er einnig ykkur að kostnaðarlausu. Í leigunni er hægt að fá hjálm.
Á skráningarblaðinu þarf að skrá getu:
0 stig (þeir sem ekki kunna að stoppa)
1-2 stig (geta bjargað sér í Hólabraut, beygt og stoppað)
3+ (geta farið í stólalyftuna)
Mikilvægt er að mæta tímanlega, sérstaklega ef búnaður er fenginn úr leigunni.
Nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is
Lesa meira
14.01.2014
Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra nemenda í 10. bekk verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20.00 í sal Brekkuskóla en þarna er um að
ræða sameiginlegt framtak foreldrafélaga Nausta-, Brekku-, Lundar- og Oddeyrarskóla. Fyrirlesari er Þorgrímur Þráinsson en eins og margir vita
hefur hann haldið fyrirlestra undanfarna vetur fyrir alla nemendur 10. bekkjar á landinu undir yfirskriftinni: Láttu drauminn rætast!
Lesa meira
14.01.2014
Fimmtudagurinn 16. janúar og föstudagurinn 17. janúar eru viðtalsdagur í
Naustaskóla, þá hittast nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða saman um námið og annað sem þeim liggur á hjarta. Í
þetta sinn gefum við ekki út viðtalstíma fyrirfram, heldur sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtalstíma sína inni á
mentor, sjá leiðbeiningar hér.
Við vekjum athygli á því að í matsal skólans munu nemendur 10. bekkjar selja vöfflur og kaffi/djús á 350 krónur.
Það er því um að gera fyrir foreldra og börn að taka sér góðan tíma til að koma í skólann, fá sér
smá hressingu og eiga góða og uppbyggilega stund með kennaranum.. Sjáumst!
Lesa meira
04.01.2014
Við óskum nemendum og forráðamönnum gleðilegs árs og
þökkum fyrir það liðna!
Hér má nálgast fréttabréf janúarmánaðar..
Lesa meira
19.12.2013
Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og
þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6.
janúar.
Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þetta myndband sem gert var þemadögunum nú í desember..
Lesa meira
18.12.2013
Bæjarstjórn hefur nú ákveðið að draga til baka áður ákveðna gjaldskrárhækkun á vistunargjöldum í
Frístund sem taka áttu gildi frá og með áramótum. Gjöld fyrir Frístund verða því óbreytt eða 330 kr.
klukkustundin. Fæðisgjöld munu hins vegar hækka um 6% og mun því hver máltíð í annaráskrift kosta 395 kr. Smellið hér til að opna gjaldskrána..
Lesa meira
18.12.2013
Næstkomandi föstudag kl. 9:00-11:00 verða litlu jólin hjá nemendum. Nemendur mega koma með eftirfarandi:
1. Bekkur
Smákökur, safa eða annan drykk (ekki gos), lítið kerti og stjaka, servíettu
2-3. Bekkur
Smákökur, safa eða annan drykk (ekki gos) lítið kerti og stjaka
4-5. Bekkur
Lítið kerti og stjaka
6-7. Bekkur
Smákökur
8-10. Bekkur
Frjálst nesti
Lesa meira
17.12.2013
Nú um áramótin munu gjaldskrár fyrir
mötuneyti og Frístund hækka um 6%. Verð á máltíð í annaráskrift verður þá kr. 395 (en var áður
371). Verð pr. klst. í Frístund verður kr. 350 (en var áður kr. 330) og síðdegishressing mun kosta kr. 128 (í stað 118). Smellið hér til að opna nýja gjaldskrá.
Lesa meira
09.12.2013
Minnum á að skóla lýkur kl. 13.00 þessa daga sem eru 9. og 10. desember.
Hægt er að líta á nokkrar myndir frá
því í dag þar sem nemendur voru ýmist að föndra, spila og hafa gaman.
Lesa meira
11.12.2013
Jólabingó verður í
Naustaskóla miðvikudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00. Spjaldið kostar 500 kr. og veitingar verða seldar á staðnum. Flottir vinningar!
Allir velkomnir!
10. bekkur Naustaskóla
Lesa meira