Fréttir

Aflfræði / bílagerð í 4.-5. bekk

Nemendur í 4.-5. bekk hafa að undanförnu unnið að stórskemmtilegu verkefni sem felst m.a. í að búa til eins konar bíla úr kössum, fernum o.fl., bílarnir eru síðan látnir ganga fyrir mismunandi aflgjöfum eins og sjálfu þyngdaraflinu, blöðrum og rafmagnshreyflum.  Þessu fylgja síðan hinar ýmsu athuganir og útreikningar auðvitað!  Hér má sjá nokkrar myndir frá verkefninu..  
Lesa meira

Vorhátíð Naustahverfis !!

Vorhátíð Naustahverfis og Naustaskóla 2014 verður haldin miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 16:15 í Naustaborgum. Dagskrá í Naustaborgum kl. 16:15-18:00· Þrautabraut · Andlitsmálning · Stultur, kastveggur o.fl. · Trúðar · Kubb, o.fl. · Leikir · Sápukúlublástur · Hoppukastali · Grillaðar pylsur - ókeypis :) · Ótrúlega gott veður ! Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30-19:00· Kaffihús á neðri hæð skólans          o Kaffi / djús / mjólk og vöfflur            o Fullorðnir og unglingar 500 kr.             o 6-12 ára 300 kr. · Tombóla – 100 kr. miðinn · Spákona · Draugahús · Ball fyrir nemendur í 4.-7. bekk kl. 19:00-21:00 - aðgangseyrir 500 kr.
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar

Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Þetta er í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum um nemendur og starfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Einn nemandi úr Naustaskóla fékk verðskuldaða viðurkenningu en það var Brynjólfur Skúlason 7. bekk sem hlaut viðurkenningu fyrir virkni í félagsstarfi, frumkvæði, listsköpun og tjáningu.  Hér má sjá meiri umfjöllun um viðurkenningarnar og hér eru nokkrar myndir.
Lesa meira

Sumarlestur 2014

Sumarnámskeiðið Sumarlestur – Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 14. skiptið. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarins. Í ár standa námskeiðin í fjóra daga í vikur frá kl. 9-12. Námskeiðin eru 10.-13.júní, 16-20.júní (frí 17.júní) og 23.-26.júní Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk, með áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Rauði þráður námskeiðsins er lestur. Þá er bæði átt við bóklestur en einnig læsi á umhverfið. Lesið verður í minjar og sögu, list og náttúru. Þannig er lesið í lífið og tilveruna alla námskeiðsdagana og jafnvel lengur því vonandi fylgir börnunum áfram sú meðvitund sem vaknar varðandi umhverfi þeirra og sögu. Undir leiðsögn safnfræðslufulltrúa kynnast börnin starfsemi Amtsbókasafnsins, Minjasafnsins og annarra menningarstofnanna. Börnin kynnast starfseminni sem þarna fer fram í samhengi við markmið námskeiðisins. Námskeiðin verða kynnt í maí í grunnskólum og kynningarefni vegna þeirra dreift. Skráning hefst 26.maí, Sé frekari upplýsinga óskað má hafa samband við safnfræðslufulltrúa safnannaRagna Gestsdóttir á Minjasafninu á Akureyri á netfanginu ragna@minjasafnid.is Herdís Anna Friðfinnsdóttir á Amtsbókasafninu á netfanginu herdisf@akureyri.is
Lesa meira

Skóladagatal 2014-2015

Nú er skóladagatal næsta vetrar komið á vefinn hjá okkur og má nálgast það hér...
Lesa meira

Vorskóli

Mánudaginn 26. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2008 ætti nú að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur:
Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um umhverfismál

Við í Naustaskóla erum að vinna að því að verða skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt verkefni, til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum okkar. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga "skrefin sjö" en það eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skólans. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Okkur langar að eignast táknmynd fyrir verkefnið okkar og ætlum því að leita til nemenda skólans og standa fyrir samkeppni um Umhverfisveru Naustaskóla.Samkeppninni er skipt í þrjá hluta: 1. Teikning af umhverfisverunni 2. Nafn á umhverfisveruna 3. Slagorð fyrir umhverfisátak Naustaskóla Vegleg verðlaun verða veitt fyrir alla þrjá flokkana á Vorhátíð skólans þann 28. maí næstkomandi. Skilafrestur er til 23. maí til umsjónarkennara.
Lesa meira

Kiðagilsferðalangar - heimkoma

Áætluð heimkoma Kiðagilsferðalanga er klukkan 14.00 í dag við Naustaskóla
Lesa meira

Fréttabréf maímánaðar

Nú er maífréttabréfið komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira

POLLAPÖNKS TÓNLEIKAR 23. APRÍL SL.

Síðast liðin miðvikudag þann 23. apríl, komu eurovision-fararnir úr Pollapönk og héldu þeir tónleika fyrir skólann í boði foreldrafélagsins. Mikil stemmning og stuð voru á nemendum og fóru allir skælbrosandi heim. Hér er linkur að þeim myndum sem voru teknar á tónleikunum.
Lesa meira