17.10.2014
Naustaskóli er að
sjálfsögðu með í keppninni Allir lesa og af því um er að ræða keppni á annað
borð þá stefnum við að sjálfsögðu á sigur! Nú er um að gera að allir sem vettlingi (eða lesefni) geta valdið, hvort sem
þar er um að ræða nemendur, starfsfólk eða foreldra, fari inn á síðuna www.allirlesa.is, skrái sig
í lið Naustaskóla og hefjist svo handa við að lesa og skrá... koma svo!!
Lesa meira
16.10.2014
Síðasta mánudag fengu krakkarnir í 2-3.bekk gestakennara í íþróttum og fengu að kynnast Zumba kids.
Gestakennarinn er mamma einnar úr 2.bekk og heitir Þórunn Kristín. Hún fór með hvern hóp í nokkra dansa, leyfði þeim að fara
í dans battle og fleira skemmtilegt. Þau skemmtu sér konunglega og gaman að sjá þau prufa eitthvað nýtt.
Hér eru nokkrar myndir frá
íþróttatímanum
Lesa meira
10.10.2014
Nú er aldeilis um að gera að herða sig
í lestrinum því að það eru komnar í gang tvær lestrarkeppnir..
Annars vegar er þar um að ræða lestrarátak Ævars vísindamanns en það miðast við nemendur í 1.-7. bekk. Það
átak felst í því að þátttakendur lesa og kvitta fyrir hverja lesna bók á sérstakan miða sem skilað er á
skólabókasafn eða til ritara skólans þegar þrjár bækur hafa verið skráðar. Í febrúar verða svo dregin
út fimm nöfn úr öllum innsendum miðum og vinningshafar verða gerðir að persónum í nýjustu bók Ævars
vísindamanns! Nánari upplýsingar um þessa keppni má nálgast á vefnum www.visindamadur.com
Hins vegar er það lestrakeppnin Allir lesa, en þar geta hópar skráð sig til leiks og keppst við að lesa sem mest, en keppnin stendur frá 17.
október til 16. nóvember. Frestur til að skrá sig er til 16. október og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.allirlesa.is
Lesa meira
08.10.2014
Nú þegar dimmt er orðið
á kvöldin er alveg upplagt að kíkja aðeins til himins í myrkrinu og skoða stjörnurnar, það er bæði fróðlegt og
skemmtilegt.. Þá er nauðsynlegt að hafa kort til hliðsjónar til að glöggva sig á hvað stjörnurnar heita o.fl. Með
því að smella á tenglana hér á eftir má nálgast kort fyrir stjörnuhiminn októbermánaðar og er hægt að velja um
kort til útprentunar eða til að skoða á síma eða spjaldtölvu. Við minnum svo á Stjörnufræðivefinn, www.stjornufraedi.is en þar má jafnan finna stjörnukort og ýmsan skemmtilegan fróðleik.
Smellið hér til að opna stjörnukort til útprentunar.
Smellið hér til að opna stjörnukort til að skoða
í snjalltæki.
Lesa meira
03.10.2014
Á miðvikudaginn kom norskur vísindasirkus í heimsókn. Þeir félagar Magne og Ivar sýndu nemendum margar flottar og skemmtilegar tilraunir sem voru
töfrum líkastar. Börnin voru mjög spennt og supu stundum hveljur, svo spennandi var þetta allt saman. Eftir sýninguna fengu nemendur í 4.-7. bekk að
prófa að gera nokkrar tilraunir eins og að búa til bíla úr pappa, plaströrum og plasthringjum, eldflaugar og fleira skemmtilegt. Hér er hægt að sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira
01.10.2014
Meðan að nemendur í 4. og 7. bekk þreyttu samræmd prófum á dögunum fengu félagar þeirra í 5. og 6. bekk alveg sérstaka
dagskrá sem innifól m.a. ferð í Krossanesborgir í fylgd íþróttakennara. Hér má sjá nokkrar myndir...
Lesa meira
01.10.2014
Fréttabréf októbermánaðar er
nú komið út og má nálgast það hér..
Lesa meira
30.09.2014
Töframaðurinn Einar Mikael kom í heimsókn í skólann í gær og sýndi krökkunum hin ýmsu töfrabrögð.
Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.
Lesa meira
26.09.2014
Nú hefur nemendaráð ákveðið að "litur skólans" til framtíðar verði ljósblár. 10. bekkur hefur nú
í hyggju að fara að selja boli og þá þurfti að ákveða lit þannig að sem flestir geti keypt sér bol í lit skólans t.d.
til að mæta í þegar íþróttakeppnir eiga sér stað o.s.frv. Litir hafa nokkuð verið á reiki milli skóla og milli
keppna, við höfum hingað til notað bæði appelsínugulan og fjólubláan en aðrir skólar nota einnig þá liti og var
því ákveðið að finna nýjan lit. Eftir nokkrar umræður komst nemendaráð að þeirri niðurstöðu að
ljósblár yrði litur Naustaskóla, enda er sá litur ekki í notkun annars staðar, bæði kyn virðast fella sig vel við hann og hann
fer vel með merki skólans.
Lesa meira
25.09.2014
Einn góðviðrisdaginn í haust brugðu nemendur í 2.-3. bekk sér í Naustaborgir og notuðu blíðviðrið til að spóka sig
og læra utandyra. Í þetta skiptið smelltu þau líka af nokkrum stórskemmtilegum myndum sem má sjá með því að smella hér..
Lesa meira