26.01.2015
Nemendur á unglingastigi spreyttu sig á því verkefni í síðustu viku að þjálfa ímyndunaraflið og sköpunarhæfnina
með því að búa til sem frumlegasta hluti úr endurunnu efni. Þau fengu mjólkurfernu, eggjabakka, smá límband, plast og tappa og
áttu að búa til eitthvað nýtt, frumlegt og nytsamlegt og kynna svo hugmyndina sína fyrir öllum hópnum. Þarna gat að líta hinar
ýmsustu smíð og með því að smella hér má
sjá nokkur dæmi um afurðirnar og frá vinnunni..
Lesa meira
11.01.2015
Í samstarfi við mentor teljum við nú
að við höfum komist fyrir vandamál í tölvupóstsendingum og eigum því von á að allir póstar séu farnir að berast
frá skólanum, jafnt til g-mail notenda og annarra. Þó er rétt að minna g-mail notendur á að það kann að vera að póstar
lendi í ruslpósti (junk-mail) og þá þarf að segja póstkerfinu að ekki sé um ruslpóst að ræða.
Ef einhverjir vakna upp við að þeir eru ekki að fá pósta frá skólanum, t.d. vikupósta umsjónarkennara sem að jafnaði eru sendir
út á föstudögum, þá biðjum við viðkomandi um að gera okkur viðvart.
Lesa meira
07.01.2015
Enn virðist eitthvað vera um að g-mail notendur fái ekki póst sem sendur er frá skólanum í gegnum mentorkerfið. Unnið er að lausn
málsins..
Lesa meira
02.01.2015
Um leið og við óskum ykkur
gleðilegs árs og þökkum samstarfið á liðnu ári, vekjum við athygli á fyrsta fréttabréfi skólaársins, en það má nálgast hér..
Lesa meira
19.12.2014
Við óskum nemendum okkar og
forráðamönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Við minnum á að
mánudagurinn 5. janúar er starfsdagur og þann dag er Frístund lokuð.
Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 6.
janúar.
Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þetta myndband sem gert var þemadögunum nú í desember..
Gleðileg jól!
Lesa meira
19.12.2014
Litlu jólin í
Naustaskóla verða föstudaginn 19. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí.
Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 8:30 og skóladeginum lýkur kl. 11:00.Frístund verður opin á litlujóladaginn kl.
7:45-16:15.
Lesa meira
18.12.2014
Upp á síðkastið virðist hafa borið á því að tölvpóstur frá skólanum, sem sendur er í gegnum mentorkerfið,
hafi ekki komist til skila. Líklega er þetta bundið við þá sem eru með gmail-netföng en þar virðist pósturinn flokkast sem
ruslpóstur (junk) og þá þarf að gefa póstforritinu skipun um að hætta að flokka póst frá mentor sem rusl..
Ef aðrir en g-mail eru ekki að fá póst frá okkur þá endilega látið okkur vita..
Lesa meira
15.12.2014
Dagana 15.-16. desember höfum við okkar árlegu "umhyggju- og samvinnuþemadaga" sem einkennast náttúrulega mikið af alls kyns jólastússi eins og
vera ber á þessum árstíma. Hér má
sjá nokkrar myndir frá starfinu á þemadögunum..
Lesa meira
11.12.2014
Frá og með áramótum hækka
gjaldskrár Frístundar og mötuneytis um 4%. Það þýðir að verð á máltíð í annaráskrift verður kr.
411, ávaxtaáskrift mun kosta kr. 6.656 önnin og hver klukkustund í Frístund kostar kr. 343. Sjá nánar hér..
Lesa meira
01.12.2014
Á vefnum má finna a.m.k. tvö
skemmtileg jóladagatöl sem gaman gæti verið fyrir nemendur að kíkja á dag hvern til jóla.
Annars vegar er þar um að ræða jóladagatal Námsgagnastofnunar þar sem finna má skemmtilegar þrautir til að dunda sér við í skammdeginu.. sjá
hér
Og hins vegar er það jóldagatal Umferðarstofu þar sem þátttakendur komast í verðlaunapott, og tveir heppnir eru dregnir út á
hverjum degi og fá senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfa. Auk þess verða dregnir út heppinn bekkur sem hlýtur pizzuveislu og DVD mynd.
Smellið hér til að opna dagatalið..
Lesa meira