Fréttir

Verk eftir 2.& 3.b. : Àrstíðatöfrakassi;) verður til sýnis à þessari sýningu!

Laugardaginn 9. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Þemað er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert. Þátttakendur sýningarinnar: Bergþór Morthens, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir, Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Samúel Jóhannsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve, Glerárskóli, Oddeyrarskóli, Brekkuskóli, Hlíðarskóli, Naustaskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Síðuskóli, Tröllaborgir, Iðavöllur, Naustatjörn, Kiðagil, Hlíðaból, Hulduheimar, Lundarsel og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.
Lesa meira

Fréttabréf maímánaðar

Fréttabréf maímánaðar er komið út.  Smellið hér..  
Lesa meira

Útivistartíminn

Frá og með 1. maí lengdist útivistartími skv. lögum, nú mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 22 en 13-16 ára mega vera úti til kl. 24.  Rétt er þó að taka fram að foreldrar ráða að sjálfsögðu útivistartíma sinna barna, og sjálfsagt að muna að flest börn og unglingar þurfa að minnsta kosti  9-10 tíma svefn!!
Lesa meira

Val í 8.-10. bekk

Nú eru komnar á vefinn lýsingar á valgreinum og eyðublöð fyrir val nemenda í 8.-10. bekk fyrir næsta ár. Smellið hér til að nálgast þessi gögn..  
Lesa meira

1. maí hlaup UFA

ATH: Hlaupinu er frestað til 14. maí!!! Þann 1. maí heldur UFA árlegt grunnskólahlaup sitt en hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Síðastliðið vor vann Naustaskóli bikarinn í hópi fjölmennari skólanna og nú er spurning hvort við náum að halda honum! Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km. og 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum.
Lesa meira

Vorhlaup VMA/MA

Næstkomandi fimmtudag, 16. apríl, er á dagskrá vorhlaup VMA/MA. Þar verður í boði að hlaupa 5 eða 10km götuhlaup. Það eru þrír flokkar í hlaupinu þ.e. grunnskólaflokkur, framhaldsskólaflokkur og opinn flokkur og verða veitt verðlaun fyrir hvern flokk.  Nemendur geta skráð sig inni á http://www.hlaup.is/ eða mætt á skrifstofu VMA eða MA en einnig er möguleiki á að skrá sig á staðnum. Skráningagjald er 500 kr. Hlaupið hefst kl. 17.30 á fimmtudag og er startað við Hof.
Lesa meira

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf aprílmánaðar er komið út og má nálgast það hér...
Lesa meira

Tilnefningar til viðurkenninga skólanefndar

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Skólar/Kennarahópar/KennariForeldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til viðurkenningar. Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag annars starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf eða foreldrasamstarf. NemendurGrunnskólar og Tónlistarskólinn setja sér almennar reglur um það hvaða nemendur þeir tilnefna til viðurkenninga og senda til valnefndar. Tilnefning er háð því að viðkomandi nemandi sé orðinn 10 ára eða eldri. Viðurkenningu má t.d. veita fyrir góðar framfarir í námi, góðan námsárangur, virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda, nýsköpun og/eða hönnun. Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi.Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar
Lesa meira

Barnaheill gefa út nýjan bækling

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, halda úti fræðsluvefnum http://www.verndumborn.is/  Samtökin hafa nú gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum.  Á verndumborn.is er að finna upplýsingar um vanrækslu og hvers kyns ofbeldi gegn börnum; líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, um einelti, um ofbeldi á neti og um börn sem búa við ofbeldi á heimili. Þar eru upplýsingar um einkenni og afleiðingar ofbeldis og hvert beri að leita ef grunur er um ofbeldi gegn börnum.  Smellið hér til að skoða bækling Barnaheilla..
Lesa meira

Páskafrí

Nemendur eru nú komnir í páskafrí en kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl.  Gleðilega páska!  
Lesa meira