19.03.2015
Samtaka eru samtök foreldrafélaga á Akureyri. Tilgangur Samtaka er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta
þeirra til góðra verka í skólamálum, meðal annars með því að auka samskipti milli foreldra og grunnskóla. Einnig hefur Samtaka
beitt sér í forvarnarstarfi og fræðslu fyrir foreldra. Foreldrum/forráðamönnum er bent á facebook síðu Samtaka „Samtaka –
Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar" til að fylgjast með starfinu.
Eitt af þeim málum sem koma upp á hverju hausti er umræða um útivistartíma barna. Samtaka er umhugað um að útivistartími, sem
bundinn er í lög, sé virtur til að tryggja eins og kostur er að börn njóti nauðsynlegrar hvíldar og séu sem best búin til að takast
á við þau verkefni sem bíða á degi hverjum.
Eins og eflaust mörg okkar þekkja þá er vinsælt hjá börnunum að segja að allir nema hann/hún megi vera lengur úti til að pressa
á foreldra/forráðamenn að gefa slaka og leyfi lengri útivistartíma. Mörgum foreldrum/forráðamönnum reynist þessi barátta
erfið.
Samtaka í samstarfi við Samfélags- og mannréttindanefnd Akureyrarbæjar hefur látið útbúa 1600 ísskápasegla eins og sjá
má hér til hliðar. Seglarnir verða afhentir öllum nemendum í 1. til 6. bekk í öllum skólum í viku 13. Það er von Samtaka
að seglarnir fái fastan samastað á hverju heimili og að átakið auki samstöðu foreldra/forráðamanna í að virða
útivistarreglurnar.
Lesa meira
18.03.2015
Föstudaginn 20. mars er áformaður
útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Þeim nemendum sem ekki geta
farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í
skólanum.
Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan
búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.
Við komuna í fjallið fá nemendur lyftukort sem gilda allan daginn og geta eldri nemendur nýtt sér það ef vilji er til, en athugið að skila
þarf inn lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í
fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans með
símtali eða tölvupósti. Athugið að nemendur eru þá á eigin vegum eftir að rútur skólans eru farnar.
Þegar nemendur koma til baka í skólann fá þeir hádegisverð en fara að því búnu heim (eða í Frístund ef þeir
eru skráðir þar)
Tímasetningar:
1.-3. bekkur:
Mæting í skóla kl. 8:10
Brottför frá skóla kl. 8:30
Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:15
Skóladegi lýkur kl. 12:00
4.-7. bekkur:
Mæting í skóla kl. 8:10
Brottför frá skóla kl. 8:15
Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:00
Skóladegi lýkur kl. 12:45
8.-10. bekkur
Mæting í skóla kl. 8:50
Brottför frá skóla kl. 9:00
Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:40
Skóladegi lýkur kl. 13:20
Útbúnaður:Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar.
Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma)
Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði.
Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum og húfunni.
Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.
Lesa meira
17.03.2015
Eitt af því sem nemendum stóð til boða á nemendadaginn var að taka þátt í skólaskákmóti. Það var
prýðileg þátttaka í mótinu og hart barist en að lokum fóru úrslit þannig að það var Guðmundur Tawan í 7. bekk
sem fór með sigur af hólmi og er því skólameistari Naustaskóla í skák vorið 2015. Í öðru sæti varð Einar
Logi í 7. bekk og í 3. sæti Aron Snær í 6. bekk. Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu..
Lesa meira
16.03.2015
Nemendur Naustaskóla, þau Sunna Björk og Alexander, voru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Tróju í söngkeppni Samfés sem fram
fór um síðustu helgi og stóðu þau sig að sjálfsögðu eins og hetjur. Á slóðinni hér á
eftir má sjá myndband frá keppninni, smellið hér: http://www.visir.is/section/MEDIA99?fileid=CLP34497
Lesa meira
15.03.2015
Sl. fimmtudag héldu nemendur unglingastigs sýningu á verkefnum sem þau hafa verið að vinna að undanförnu en verkefnin snúast um forvarnir og
fordóma af ýmsu tagi. Nemendur hafa verið að kynna sér þau viðfangsefni og skiluðu svo af sér úrvinnslu námsins á
margvíslegu formi, með veggspjöldum, myndböndum, spilum, bæklingum, jafnvel bakstri o.fl. Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni..
Lesa meira
14.03.2015
Barnabókasetur stendur nú fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð. Markmiðið er að hvetja
börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa.
Nemendur geta unnið einir eða í hópi og hafa frjálsar hendur um efnistök, aðalatriðið er að þeir lesi og noti hugmyndaflugið og
tæknina. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku
á árunum 2012-2014.
Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á youtube.com og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is. Skilafrestur rennur út 2. apríl. Sjá nánar á amtsbok.is/siljan.
Lesa meira
14.03.2015
Miðvikudagurinn 11. mars var mikill keppnisdagur en þá fóru fram bæði Skólahreysti og lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í
7. bekk. Naustaskóli átti að sjálfsögðu fulltrúa í báðum þessum keppnum, í Skólahreysti kepptu þau Bjarney
Sara, Crispin Tinni, Heiðar Örn og Una Kara en í upplestrinum voru þau Arnór Ísak og Íris okkar fulltrúar. Ekki náðum við
verðlaunum í hús í þetta skiptið en fulltrúar okkar í báðum keppnunum stóðu sig með mikilli prýði og voru
skólanum okkar til sóma. Takk fyrir það!
Lesa meira
13.03.2015
Við fengum stórskemmtilega heimsókn í vikunni frá þeim Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Eyþóri Inga
Jónssyni organista en þau héldu fyrir okkur tónleika sem þau kalla "Fiðla og fótstigið". Þar er vísað til þess að
þau spiluðu á fiðlu annars vegar en fótstigið orgel (harmóníum) hins vegar. Flutt var tónlist eftir ýmsa meistara
tónlistarsögunnar auk íslenskra þjóðlaga og fengu þá nemendur líka að taka undir með söng.
Lesa meira
12.03.2015
Ákveðið hefur verið að breyta
fyrirkomulagi á miðstigsopnunum félagsmiðstöðvarinnar Tróju. Í stað þess að um sé að ræða eina opnun í
mánuði í hverjum skóla, mun framvegis vera opnun í Tróju í Rósenborg, alla fimmtudaga kl. 14:30-16:00. Nemendur í 7. bekk eru
ennfremur minntir á að opið er fyrir þá alla miðvikudaga kl. 14:30-16:00 í Tróju - Rósenborg.
Lesa meira
11.03.2015
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar
til Foreldraverðlauna Heimila og skóla fyrir árið 2015. Skólafólk og foreldrar sem vita um metnaðarfullt foreldrastarf sem eflt hefur samstarf foreldra,
nemenda og skólafólks og stuðlað að jákvæðum samskiptum heimilis og skóla eru hvött til að láta vita af því. Hægt
er að tilnefna verkefni hér: http://www.heimiliogskoli.is/2015/03/foreldraverdlaun-heimilis-og-skola-2015/
Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og
framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Lesa meira