Fréttir

Ný myndbönd frá 6.-7. bekk

Nemendur úr 6.-7. bekk hafa verið að vinna að myndbandagerð í tónmennt að undanförnu og hér má nálgast tvö skemmtileg myndbönd frá þeim: Eltingaleikurinn - myndband úr tónmennt 6.-7.b. nóvember 2013 Geimverufótbolti - myndband úr tónmennt 6.-7.b. nóvember 2013
Lesa meira

Ball fyrir 5.-7. bekk

Miðvikudaginn 27. nóvember verður haldið ball fyrir nemendur í 5.-7. bekk kl. 17-19.  Aðgangseyrir er 500 kr. og sjoppan er opin..  10. bekkur hefur umsjón með ballinu og rennur ágóði í ferðasjóð þeirra.
Lesa meira

Árshátíð

Árshátíð Naustaskóla haustið 2013 verður fimmtudaginn 14. nóvember.  Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl. 19:00.  Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér... Veitingaskipulagið á kaffisölu verður það sama og í fyrra. Öll heimili koma með einn rétt/köku. Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi: 1.    heitur réttur 2.    marens 3.    flatkökur með áleggi 4.    pönnukökur eða grænmeti /ávexti og ídýfur 5.    skinkuhorn eða pizzusnúðar 6.    skúffukaka 7.    salat, kex og ostar 8.    terta/kaka (ekki skúffukaka) 9.    muffins 10.   heitur réttur Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og best væri að vera komin með þær fyrir kl. 14 Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Furðuverk 2013

Furðuverk 2013, hönnunarkeppni félagsmiðstöðva á Akureyri, var haldin á Glerártorgi laugardaginn 2. nóvember.  Tveir hópar úr Naustaskóla tóku þátt í keppninni, þar sem keppt var um hár, förðun og flottustu hönnunina. Þær Dagný, Marín og Katrín fengu verðlaun fyrir flottustu hárgreiðsluna. Eva, Hulda, Monika og Júlía fengu síðan verðlaun fyrir flottustu hönnunina, eggjakjólinn góða.  Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og við óskum þeim hjartanlega til hamingju!  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir..
Lesa meira

Árshátíðarball

Föstudaginn 8. nóvember verður haldið „árshátíðarball Naustaskóla haustið 2013“.  Ballið er fyrir nemendur í 8.-10. bekk, hefst kl. 20:30 og stendur til kl. 00:00.  Aðgangseyrir er 1000 kr.   Hljómsveitin Úlfur úlfur spilar og snyrtilegs klæðnaðar er krafist :)
Lesa meira

Nóvemberfréttabréfið

Nú er nóvemberfréttabréfið komið á vefinn.  Við minnum á að það er afar hentugt að prenta út baksíðuna og smella á ísskápshurðina því þar er að finna matseðilinn og helstu viðburði sem eru á dagskránni í nóvembermánuði...  Smellið hér til að opna fréttabréfið!
Lesa meira

Hrekkjavökuböll

Fimmtudaginn 31. október munum við halda upp á hrekkjavökuna með dansleikjum fyrir yngsta og miðstig skólans. Kl. 16:00-17:30 verður ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk og kl. 18:00-20:00 verður ball fyrir nemendur í 4.-6. bekk.  Aðgangseyrir er 500 kr., djús og popp innifalið fyrir 1.-3. bekk en sjoppan opin fyrir 4-6. bekk.  Spákona - Draugahús - Verðlaun fyrir flottasta búninginn!
Lesa meira

Fræðslufundur Heimila og skóla um nýja aðalnámskrá

Nýja aðalnámskráin boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á Íslandi. Af þeim sökum standa Heimili og skóli fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið 2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast um nýja námskrá. Á kynningunum verður farið í eftirfarandi atriði: • Grunnþættir menntunar • Ný og fjölbreytt vinnubrögð • Hæfni og lykilhæfni • Nýtt námsmat • Skörun hæfniþrepa Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 18 á sal Brekkuskóla á Akureyri. Samhliða fundunum útbúa samtökin fjölbreytt fræðsluefni sem birt er á vef samtakanna (www.heimiliogskoli.is/adalnamskra).
Lesa meira

Nýtt viðmót á fjölskylduvef Mentor

Nú er Mentor að hefja innleiðingu á nýrri kynslóð vefkerfisins en fyrsti liður í því er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Naustaskóli er einn fjögurra skóla sem ætlar að prófa nýja viðmótið en aðrir skólar munu fylgja í kjölfarið síðar í október. Við biðjum foreldra um að kíkja endilega á fjölskylduvefinn en láta vita ef upp koma vandræði við notkun vefsins.  Netfangið hjá þjónustudeild Mentors er hjalp@mentor.is Á slóðinni hér fyrir neðan má sjá myndband sem gefur notendum kost á að skoða í hverju breytingarnar eru fólgnar: http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ 
Lesa meira

Opin vika!

Vikan 8.-11. október er "opin vika" í Naustaskóla.  Það þýðir að við hvetjum foreldra sérstaklega til að kíkja við hjá okkur þessa vikuna, ekki er um neina sérstaka dagskrá að ræða heldur einmitt að hægt sé að sjá lífið ganga sinn vanagang í skólanum.. En þó að við hvetjum foreldra sérstaklega til að koma við í þessari viku minnum við auðvitað á að þeir eru alltaf velkomnir!
Lesa meira