Fréttir

Foreldraviðtöl

Mánudaginn 28. febrúar er starfsdagur, þá er frí hjá nemendum og Frístund er lokuð fyrir hádegi.  Þriðjudaginn 1. mars er hins vegar viðtalsdagur, þá mæta nemendur og foreldrar í viðtal til kennara. Smellið hér til að opna skjal þar sem sjá má tímasetningar viðtala og hvaða kennara viðtölin eru skráð á.  Ef viðtalstími hentar ekki af einhverjum orsökum má hafa samband við ritara skólans eða umsjónarkennara og við reynum að finna nýjan tíma. 
Lesa meira

Útboð á uppsteypu á 2. áfanga Naustaskóla

Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúsfrágang á öðrum áfanga Naustaskóla. Áfanginn  mun hýsa heimasvæði unglingastigs, verkgreinastofur, starfsmannarými, miðrými/sal, anddyri, bókasafn, félagsaðstöðu nemenda og íþróttahús. Byggingin telur um 3.900 m², gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmdanna verði lokið í desember 2011 (uppsteypa á verkgreina- og unglingastigsálmu) en verkinu verði að fullu lokið í ágúst 2012. Sjá nánar hér..
Lesa meira

Dagur tónlistarskólanna

Í tilefni af degi tónlistarskólanna verður Tónlistarskólinn á Akureyri með opið hús í Hofi laugardaginn 26. febrúar.  Boðið verður upp á brot af því besta sem á sér stað innan veggja skólans og er markmiðið að aðstandendur, nemendur, kennarar og allir þeir sem hafa áhuga á starfinu geti átt ánægjulega stund saman, sér að kostnaðarlausu.  Dagurinn er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á námi við skólann til að kynna sér hvað stendur til boða.
Lesa meira

Árshátíð Naustaskóla

Árshátíð Naustaskóla verður fimmtudaginn 24. febrúar.  Um verður að ræða fjórar sýningar sem verða á efri hæð skólans, á eftir hverri sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans til styrktar skólabúðaferð 7. bekkjar, verð fyrir fullorðna er 500 kr. en fyrir börn 300 kr.  Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum.  Hér á eftir má sjá hvaða hópar sýna í hvert skipti og hvernig mælst er til að foreldrar skipti sér á sýningarnar: Kl. 15:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 3. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 3. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn A-Í mæti á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja) Kl. 16:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 2. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 2. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn K-Æ mæti á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja) Kl. 17:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar og 6.-7. bekkjar (Miðað við að foreldrar 4. og 6. bekkja mæti á þessa sýningu) Kl. 18:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar, 6.-7. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 5. og 7. bekkja mæti á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja) Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Stjörnuskoðunarnámskeið

Laugardaginn 5. mars verður haldið stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1. til 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í Kvosinni) laugardaginn 5. mars 2011 frá kl. 11:30–14:00. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu á námskeiðið. Í boði er 50% systkinaafsláttur ef fleiri en eitt barn koma á námskeiðið. Skráning fer fram á vefnum: http://www.astro.is/namskeid/krakka. Þar má einnig finna frekari upplýsingar.
Lesa meira

Skólaskákmót Naustaskóla

Skólaskákmót var haldið 14. febrúar og voru keppendur 12 talsins, úr 3-6. bekk. Telfdar voru 5 umferðir og fengu þessir flesta vinninga: 1. Ásgeir Tumi Ingólfsson, 6. bekk   5 vinninga 2-3. Monika Birta Baldvinsdóttir 5. bekk og Elvar Orri Brynjarsson 6. bekk 3 vinninga 4-6. Ágústa Forberg 5. bekk, Kolfreyja Sól Bogadóttir 5. bekk og Haraldur Bolli Heimisson 3 bekk, 2,5 vinning.
Lesa meira

Góðverkadagar

Dagana 21. – 25. febrúar eru "Góðverkadagar" haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“. Markmiðið er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Við í Naustaskóla látum væntanlega ekki okkar eftir liggja og reynum að leggja sérstaka rækt við góðverkin þessa daga.  Á vefsíðunni www.godverkin.is má fræðast nánar um verkefnið og þar má einnig skrá og fræðast um góðverk af ýmsu tagi.
Lesa meira

Febrúarfréttabréfið komið út

Nú er fréttabréf febrúarmánaðar aðgengilegt hér...
Lesa meira

"Nemendadagurinn" heppnaðist vel

Föstudagurinn 28. janúar var með óhefðbundnu sniði hjá okkur en þá var svokallaður "nemendadagur".  Fulltrúar í nemendaráði skólans höfðu áður skipulagt daginn en hann fólst í því að nemendaráðið tók við stjórn efri hæðar skólans og stýrði skólastarfinu hjá 4.-8. bekk fyrir hádegi.  Var ýmislegt brallað og fengu starfsmenn m.a. að "kenna á eigin meðölum" og þurftu að þola útivist, gæðahring (bekkjarfund), danskennslu, íþróttakennslu og að taka þátt í hæfileikakeppni.  Nokkrar myndir eru komnar inn á vefinn þar sem má meðal annars sjá gæðahringinn, danskennsluna og hæfileikakeppnina - smellið hér.  Þetta var stórskemmtilegur dagur og er líklega kominn til að vera sem árlegur viðburður í Naustaskóla..
Lesa meira

Félagsmiðstöð í Naustaskóla

Félagsmiðstöðin Trója, sem staðsett er í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) þjónar Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla.  Trója annast einnig félagsmiðstöð í húsnæði Naustaskóla, hún er opin einu sinni í viku fyrir 8. bekk skólans á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30.  Annan og fjórða þriðjudag í mánuði er einnig opið fyrir 7. bekk. Starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar í Naustaskóla er Elín Inga Bragadóttir, sími 461-1491, netfang elin@pds.is   Nánari upplýsingar má finna hér..
Lesa meira