Fréttir

Skákmót í Naustaskóla

Skákmót fór fram í Naustaskóla sl. fimmtudag og voru 22 þátttakendur. Ingólfur Árni Benediktsson úr 4. bekk bar sigur úr býtum og vann 5 leiki. Í öðru sæti var Sölvi Steinn Sveinsson í 6. bekk og í jöfn í 3.-6. sæti urðu Heiðar Snær Barkarson, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Elías Bjarnar Baldursson og Snæbjörn Þórðarson, öll í 6. bekk. Sjá myndir hér....
Lesa meira

Fundur með foreldrum barna í 5. bekk

Minnum á fundinn í dag kl. 17:00 á sal skólans með foreldrum barna í 5. bekk og Vilborgu Ívarsdóttur.
Lesa meira

Litlu jólin á morgun 21. des kl. 08:30 - 11:00

Allir nemendur mæta í skólann 8:30 á sitt heimasvæði.
Lesa meira

Uppskeruhátíð lestrarátaks

Í dag var uppskeruhátíð lestrarátaks sem stóð yfir í tvær vikur og viðurkenningar veittar. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur kom í heimsókn og veitti nemendum bikara og Telma Ósk Þórhallsdóttir, fulltrúi nemendaráðs tilkynnti verðlaunahafa. Á yngsta stigi bar 1. bekkur sigur úr býtum, 4.-5. bekkur á miðstigi og 8. bekkur á unglingastigi en þau fengu bikara fyrir flestar bækur lesnar. Í lokin sungu allir saman jólalag undir stjórn Stefáns kennara í 4. og 5. bekk.
Lesa meira

Foreldrafyrirlestur um kynlíf og klám

Vekjum athygli á auglýsingu sem birtist í dagskránni um fyrirlestur fyrir foreldra um kynlíf og klám. Fyrirlesturinn verður í Síðuskóla í kvöld 6. des og hefst kl. 20:00. Sigga Dögg kynfræðingur heimsækir alla 8. bekkinga á Akureyri í þessari viku og verður í Naustaskóla á morgun, miðvikudag. Fyirlesturinn er opinn öllum foreldrum.
Lesa meira

Myndir 7. bekkur á Reykjum

Hér koma myndir frá skólabúðum 7. bekkjar á Reykjum.
Lesa meira

Árshátíðarball í Naustaskóla

Í kvöld, föstudagskvöld stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi í Naustaskóla. Ballið byrjar kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur en nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 10:30 og kostar 1000 kr. fyrir þau. Alexander Jarl mætir á svæðið og DJ Viktor Axel. Sjoppa verður á staðnum og posi.
Lesa meira