Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Naustaskóla

Kæru foreldrar, Nú er komið að því að halda árlegan aðalfund foreldrafélags skólans. Hann verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 – 21:00 í sal skólans og verður bæði byrjað og stoppað á réttum tíma. Í upphafi fundar mun Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur vera með erindi um kvíða barna og bjargráð við honum. Að erindi hennar loknu munu fara fram almenn aðalfundarstörf Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að kynnast og taka virkan þátt í menntun og starfi barna sinna og mikilvægt að foreldrar séu virkir í því starfi svo að það takist sem best :) Gert er ráð fyrir að einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á aðalfundinn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest, Kaffi og með því á fundinum … og við hættum á slaginu 21:00 :) Stjórnin
Lesa meira

Úrslit kosninga í nemendaráð

Í dag fóru fram kosningar í nemendaráð. Frambjóðendur komu upp og kynntu sig og í kjölfarið var gengið til kosninga. Í nemendaráði þennan vetur munu eftirfarandi nemendur starfa: Unglingadeild: Vilhjálmur Tumi, Breki Mikael Adamsson, Thelma Ósk Þórhallsdóttir og Ævar Freyr Valbjörnsson. 7. bekkur: Hildur Sigríður Árnadóttir, varamaður Eyþór Logi Ásmundsson 6. bekkur: Tinna Malín Sigurðardóttir, varamaður Dagbjartur Búi Davíðsson 5. bekkur: Aron Daði Stefánsson, varamaður Hekla Himinbjörg Bragadóttir 4. bekkur: Atlas Nói Einvarðsson, varamaður Frosti Orrason
Lesa meira

Norræna skólahlaupið mánudaginn 25. september!

Norræna skólahlaupið fer fram nk. mánudag, 25. sept. í Naustaborgum! Nauðsynlegt er að nemendur mæti í viðeigandi skóm og klæðnaði!
Lesa meira

Skólahlaupinu frestað!

Vegna óhagstæðrar veðurspár verðum við að fresta Norræna skólahlaupinu sem átti að vera á morgun, miðvikudag um óákveðinn tíma. Kennsla verður því samkvæmt stundarskrá!
Lesa meira

Kosningu í nemendaráð frestað til 26. september

Kosningu í nemendaráð er frestað til 26. september. Það mega allir nemendur í 4.-10. bekk bjóða sig fram og verður einn fulltrúi úr hverjum bekk valinn í ráðið og einn til vara. Nemendur eru hvattir til þess að kynna sig, t.d. með veggspjöldum, og á kosningafundinum 26. september fá þeir tækifæri til að kynna sig og sín baráttumál. Mikilvægt er að ræða það við nemendur sem ætla að bjóða sig fram að þeir þurfa að koma upp og kynna sig til þess að vera kjörgengir.
Lesa meira

Kosning í nemendaráð 19. september

Framundan, þann 19. september, munu nemendur kjósa fulltrúa sína í nemendaráð. Það mega allir nemendur í 4.-10. bekk bjóða sig fram og verður einn fulltrúi úr hverjum bekk valinn í ráðið og einn til vara. Nemendur eru hvattir til þess að kynna sig, t.d. með veggspjöldum, og á kosningafundinum 19. september fá þeir tækifæri til að kynna sig og sín baráttumál. Mikilvægt er að ræða það við nemendur sem ætla að bjóða sig fram að þeir þurfa að koma upp og kynna sig til þess að vera kjörgengir.
Lesa meira

Skólafærninámskeiði frestað til fimmtudagsins 28. sept!

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skólafærninámskeiði sem vera átti fimmtudaginn 14. september frestað til fimmtudagsins 28. september kl. 17:00-19:00 Námskeiðið er ætlað öllum foreldrum barna í 1. bekk.
Lesa meira