18.12.2017
Hér má sjá skipulag Litlu jólanna nk. fimmtudag.
9:00 - Nemendur mæta í skólann og fara allir á sín heimasvæði til umsjónarkennara.
Jólasaga lesin á hverju svæði, kakó í boði foreldrafélagsins.
9:45 – Helgileikur þar sem 4. bekkur sýnir á hátíðarsal skólans.
10:00 – Dansað í kringum jólatréð í íþróttasal Naustaskóla og jólasveinar koma í heimsókn.
10:30 – Nemendur komnir í jólafrí
Lesa meira
15.12.2017
Í kvöld, föstudagskvöldið 15. desember stendur 10. bekkur fyrir árshátíðarballi Naustaskóla fyrir 7.-10 bekk. Ballið byrjar kl. 20:30 og stendur til kl. 23:30. Nemendur í 7. bekk fá að vera á ballinu til kl. 22:30 og mega taka með sér vin (sem þarf þó að vera í 7. bekk eða eldri). Aðgangur er 1500 kr og sjoppa verður á staðnum og posi. Floni mætir á svæðið og DJ Viktor Axel sér um fjörið.
Lesa meira
14.12.2017
Við minnum á að á morgun, föstudag er jólaþemadagur og frjálst nesti. Gos og sælgæti er þó ekki leyfilegt en má koma með smákökur og safa. Einnig er jólapeysu-/jólasveinahúfudagur!
Lesa meira
05.12.2017
Síðastliðinn mánudag voru veitt verðlaun fyrir ljóðasamkeppni sem efnt var til í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu fjölmörg ljóð og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina.
Í hópkeppninni báru þeir Mikael Aron Jóhannsson, Haraldur Máni Óskarsson og Alex Máni Sveinsson í 8. bekk sigur úr býtum. Ljóð þeirra er svohljóðandi:
Í skólanum er skemmtilegt að læra,
þar má nokkra kennara kæra.
Við ætlum ekki að nefna neinn,
en það eru fleiri en einn.
Ef við nefnum nöfn þá erum við í klandri,
ÆVINLEGA Andri.
Í einstaklingskeppninni var það Richard Caspar Noll í 3. bekk sem sigraði, en hans ljóð er svohljóðandi:
Mömmur deyja aldrei,
því að ástin
er allt of sterk.
Ástin er það mikilvægasta
í heiminum.
Að lokum hlaut Aníta Líf Teitsdóttir í 6. bekk sérstök verðlaun fyrir skemmtilega framsetningu á sínu ljóði, en hennar ljóð myndaði útlínur Íslands eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira
24.11.2017
Góðan dag kæru foreldrar
Mikið hvassvirðri og ofankoma er nú á Akureyri. Í samráði við lögreglu er allt skólahald fellt niður í dag.
Lesa meira
16.11.2017
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Naustaskóla í dag. Skólinn var settur í hátíðarbúning og skreyttur með íslenska fánanum. Bæði nemendur og starfsfólk lögðu niður störf klukkan níu og settust niður og lásu í bók í 20 mínútur. Efnt var til ljóðakeppni í tilefni dagsins og margir fundu ljóðskáldið innra með sér og sendu inn ljóð. Hér má sjá myndir frá þessum ánægjulega degi.
Lesa meira
16.11.2017
Við minnum á að á morgun, föstudaginn 17. nóvember er starfsdagur hér í Naustaskóla og því engin kennsla og Frístund verður lokuð.
Lesa meira
03.11.2017
Í þessari viku fengum við frábæra gesti frá Blakdeild KA í heimsókn til okkar. Þetta voru þjálfarar meistara- og yngri flokka blakdeildarinnar og leikmenn. Þau eru öll enskumælandi og fengu börnin því góða æfingu í ensku ásamt mjög skemmtilegum blakæfingum. Börnin tóku gestum okkar mjög vel, voru áhugasöm og lögðu sig öll fram við æfingarnar. Þjálfararnir áttu ekki til orð yfir fallega skólanum okkar og fannst dásamlegt að fylgjast með glöðum börnum á göngum skólans. Hér má sjá nokkrar myndir úr tímunum.
Lesa meira