Fréttir

Árshátíð - bakstursplan

Árshátíð 6. apríl 2017 Bakkelsi þarf að koma í skólann á milli 8-9 á árshátíðardaginn. Eins má koma með bakstur á milli 14-16 daginn áður eða miðvikudaginn 5.apríl. Tekið verður við bakkelsinu í heimilisfræðistofu.  Bakstur – Athugið þar sem bráðaofnæmi er fyrir hnetum má ekki nota þær til baksturs. 1.bekkur Marens 2.bekkur Heitur réttur 3.bekkur Heitur réttur 4.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti 5.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti 6.bekkur Skúffukökur 7.bekkur Muffins 8.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka) 9.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka) 10.bekkur Marens
Lesa meira

Skólahreysti 2017

Skólahreysti 2017 fór fram í Íþróttahöllinni í gær og var mikið fjör að vanda. Naustaskóli átti þar verðuga fulltrúa sem stóðu sig eins og alvöru hetjur og urðu í 4. sæti í keppninni. Það voru þau Júlía Rós Bergþórsdóttir, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Viktor Axel Þorgeirsson. Síðuskóli var í fyrsta sæti annað árið í röð, þá Brekkuskóli og Lundarskóli í því þriðja. Hér má sjá nokkrar myndir sem Árni Hrólfur tók í Höllinni.
Lesa meira

Útivistardagur mánudaginn 27. mars!

Nýr dagur fyrir útivist er áætlaður á mánudaginn 27. mars. Við höldum okkur við sama skipulag og áður og upplýsingablöð fyrir skíðaleigu í 4.-10. bekk sem hafa þegar verið send munu gilda.
Lesa meira

Skíðaferð fellur niður!

Því miður verðum við að fella niður skíðaferð í Hlíðarfjall í dag vegna veðurs! Skóladagur er samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira

7. bekkur í upplestrarkeppni

Forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í dag og voru fulltrúar valdir til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer í Menntaskólanum á Akureyri þann 29. mars nk. kl. 17:00. Þau eru Róbert Alexander Geirsson og Lovísa Lea Jóhannsdóttir og til vara verður Edda Líney Baldvinsdóttir. Nemendur stóðu sig öll með prýði og lásu bæði texta og ljóð. Dómarar í keppninni voru Aníta Jónsdóttir kennari, Dominiqe Gyða Sigrúnardóttir leikkona og Herdís Margrét Ívarsdóttir kennari.
Lesa meira