04.04.2017
Árshátíð 6. apríl 2017
Bakkelsi þarf að koma í skólann á milli 8-9 á árshátíðardaginn. Eins má koma með bakstur á milli 14-16 daginn áður eða miðvikudaginn 5.apríl.
Tekið verður við bakkelsinu í heimilisfræðistofu.
Bakstur – Athugið þar sem bráðaofnæmi er fyrir hnetum má ekki nota þær til baksturs.
1.bekkur Marens
2.bekkur Heitur réttur
3.bekkur Heitur réttur
4.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti
5.bekkur Pönnukökur/skinkuhorn/snúðar/Flatkökur með hangikjöti
6.bekkur Skúffukökur
7.bekkur Muffins
8.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka)
9.bekkur Terta (annað en marens og skúffukaka)
10.bekkur Marens
Lesa meira
30.03.2017
Skólahreysti 2017 fór fram í Íþróttahöllinni í gær og var mikið fjör að vanda. Naustaskóli átti þar verðuga fulltrúa sem stóðu sig eins og alvöru hetjur og urðu í 4. sæti í keppninni. Það voru þau Júlía Rós Bergþórsdóttir, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Viktor Axel Þorgeirsson. Síðuskóli var í fyrsta sæti annað árið í röð, þá Brekkuskóli og Lundarskóli í því þriðja. Hér má sjá nokkrar myndir sem Árni Hrólfur tók í Höllinni.
Lesa meira
23.03.2017
Nýr dagur fyrir útivist er áætlaður á mánudaginn 27. mars. Við höldum okkur við sama skipulag og áður og upplýsingablöð fyrir skíðaleigu í 4.-10. bekk sem hafa þegar verið send munu gilda.
Lesa meira
23.03.2017
Því miður verðum við að fella niður skíðaferð í Hlíðarfjall í dag vegna veðurs! Skóladagur er samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira
22.03.2017
Forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í dag og voru fulltrúar valdir til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer í Menntaskólanum á Akureyri þann 29. mars nk. kl. 17:00. Þau eru Róbert Alexander Geirsson og Lovísa Lea Jóhannsdóttir og til vara verður Edda Líney Baldvinsdóttir. Nemendur stóðu sig öll með prýði og lásu bæði texta og ljóð. Dómarar í keppninni voru Aníta Jónsdóttir kennari, Dominiqe Gyða Sigrúnardóttir leikkona og Herdís Margrét Ívarsdóttir kennari.
Lesa meira