08.06.2016
Fréttatilkynning á heimasíðu skóladeildar
Nýr skólastjóri Naustaskóla
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra við Naustaskóla en fræðslustjóri gerði að tillögu sinni að Bryndís Björnsdóttir, starfandi deildarstjóri, yrði ráðin sem skólastjóri.
Bryndís var valin úr hæfum hópi umsækjenda en alls bárust fimm umsóknir um stöðu skólastjóra í Naustaskóla. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur, leitað umsagna og formlegt og ítarlegt mat fór fram. Formaður skólanefndar sat viðtölin og var tillaga fræðslustjóra borin upp við skólanefnd sem samþykkti valið.
Bryndís Björnsdóttir er menntaður þroskaþjálfi, með BA.-próf í sérkennslufræðum og M.Ed.-próf í menntunarfræðum. Bryndís hefur langa starfsreynslu, bæði sem kennari og stjórnandi og hefur starfað sem deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Naustaskóla frá upphafi. Bryndís mun formlega taka við starfi skólastjóra Naustaskóla 1. ágúst næstkomandi.
Við óskum Bryndísi innilega til hamingju með stöðuna og óskum henni jafnframt velfarnaðar í spennandi og krefjandi starfi í framsæknum skóla sem er í stöðugri þróun.
Kærleikskveðja,
Soffía Vagnsdóttir
Fræðslustjóri Akureyrar
netfang: soffiav@akureyri.is
Lesa meira
08.06.2016
Mánudaginn 6. júní var Naustaskóla slitið. Um morguninn komu yngri nemendur og fengu vitnisburð sinn afhentan og seinnipart dags útskrifuðust 31 nemandi úr 10. bekk við hátíðlega athöfn. Eftir athöfn buðu 9. bekkingar og foreldrar þeirra upp á kaffi og meðlæti. Við athöfnina var Ágúst skólastjóri kvaddur og honum þakkað hans framlag við stofnun og mótun Naustaskóla eins og hann er í dag. Hans verður saknað úr skólasamfélagi Naustaskóla og óskum við honum velfarnaðar á nýjum slóðum.
Lesa meira
31.05.2016
Vorhátíð Naustahverfis í umsjón Naustaskóla og hverfisnefndar Naustahverfis
verður haldin í og við Naustaskóla
fimmtudaginn 2. júní 2016, kl. 16:15 - 19:00
Lesa meira
27.05.2016
Skólaslit vorið 2016 verða mánudaginn 6. júní sem hér segir:
Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæti á sal skólans kl. 11:00.
Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæti á sal skólans kl. 13:00
Útskrift 10. bekkjar kl. 17:00
Lesa meira
11.05.2016
Kæru foreldrar barna á unglingastigi
Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi.
Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00
Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar.
Umsögn frá Pétri Guðjóns viðburðastjóra VMA um fyrirlesturinn:
Fyrirlesturinn var sérlega lifandi og einlægur. Uppbyggingin var ákvaflega forvitnileg þar sem þú skynjaðir strax að áhugaverð saga vr sögð. Saga sem kemur við svo marga varðandi mannleg samskipti og líðan. Eftir að hafa setið aftarlega í salnum varð ég að færa mig fremst því það ver sannarlega óvenjulegt að hafa fullan sal af framhaldsskólakrökkum og það var ekkert svkvaldur og varla nokkur að skoða símann sinn. Þegar ég svo horfði framan í hópinn sem hlustaði á Sigga sá ég eftirvæntingu, áhuga og jafnvel gleði. Kannski var ástæða gleðinnar sú að þessir ungu og ómótuðu einstaklingar fundu von hjá sér við að hlusta á Sigga Gunnars. Vertu þú sjálfur er frábær fyrirlestur.
Vonumst til að sjá sem flesta
Fyrir hönd Samtaka,
Monika Stefánsdóttir, varaformaður
Lesa meira