13.04.2016
Í dag 13. apríl heldur 10. bekkur ball fyrir 1.-3. bekk kl. 16:30 - 18:00 og fyrir 4.-7. bekk kl. 18:30 - 20:30.
Það kostar 600 krónur inn og fá börnin djús og saltstangir og sjoppa er opin fyrir 4.-7. bekk. Leikir, tónlist, glens og gaman.
Lesa meira
07.04.2016
Ágætu foreldrar og forráðamenn.
Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.
Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.
Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/ og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf.
Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum. Hugmyndin er að leita eftir samstarfi við foreldra um leiðir sem þeir telja að komi sér vel í umferðarfræðslunni. Við þiggjum með þökkum allar hugmyndir og ábendingar frá ykkur. Hægt er að senda þær á netfangið hildur.karen.adalsteinsdottir@akranes.is eða hafa samband við Hildi Karen í síma 433 1403.
Athygli er vakin á að:
• samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri.
• eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað.
• best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum.
Með hjólakveðju
Lesa meira
01.04.2016
Hér má sjá myndir sem Árni Hrólfur Helgason tók á árshátíðnni:
https://picasaweb.google.com/108257915774973898790/ArshatiNaustaskola2016
Lesa meira
31.03.2016
Í dag fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar og stóðu nemendur sig með prýði. Stóra upplestrarkeppnin verður svo haldin í Menntaskólanum á Akureyri þann 6. apríl nk. kl. 17:00. Dómarar voru Sigríður Ása Harðardóttir, Særún Magnúsdóttir og Heiða Björg Guðjónsdóttir. Það voru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og til vara Aron Snær Eggertsson sem valin voru fyrir hönd Naustaskóla til að taka þátt í keppninni að þessu sinni.
Lesa meira
22.03.2016
Fundur um velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna á Akureyri verður haldinn miðvikudaginn 30. mars nk. frá kl. 17:00 – 19:00 á 2. hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Allir eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna. Fundurinn er opinn öllum en foreldrar, ungt fólk og starfsfólk sem er í þjónustu við börn, unglinga og barnafjölskyldur er sérstaklega hvatt til að mæta.
Hér gefst gott tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og áherslur Akureyrarbæjar er varðar málefnið.
www.facebook.com/ velferdarstefnaakureyrar
Allir velkomnir.
Velferðarráð Akureyrarbæjar.
Lesa meira
18.03.2016
Í gær var haldin glæsileg árshátíð Naustaskóla. Undanfarið hafa nemendur og starfsfólk unnið hörðum höndum við undirbúning og þrotlausar æfingar sem skilaði sér sannarlega í flottri sýningu. Myndir frá viðburðinum koma inn á næstunni.
Lesa meira
18.03.2016
Öflugur hópur foreldra nemenda 10. bekkinga stóð vaktina í kaffisölunni á árshátíðinni okkar í gær!
Lesa meira
17.03.2016
Naustaskóli náði góðum árangri í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni í gær, fimmtudaginn 16. mars þegar liðið deildi 3.-4. Sæti með Oddeyrarskóla. Giljaskóli lenti í öðru sæti en Síðuskóli bar sigur úr býtum. Keppendur frá Naustaskóla voru þau Birgir Baldvinsson, Bjarney Sara Bjarnadóttir, Helgi Björnsson og Védís Alma Ingólfsdóttir og varamenn voru þau Alexander L. Valdimarsson og Embla Sól Garðarsdóttir.
Lesa meira
11.03.2016
Vert er að vekja athygli á sýningunni Sköpun bernskunnar sem nú er opin í Listasafni Akureyrar (Ketilhúsinu), en þar eiga nemendur okkar í 2.-5. bekk verk í bland við verk starfandi listamanna og muni frá Leikfangasafninu. Nánari upplýsingar hér
Lesa meira
10.03.2016
Árshátíð Naustaskóla skólaárið 2015-2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 13:30, kl. 15:30 og kl. 17:30. Eftir hverja sýningu verða seldar kaffiveitingar, verð fyrir fullorðna er 1000 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá sýningarhópa, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...
Veitingaskipulagið á kaffisölu verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e. að öll heimili koma með einn rétt/köku. Röðun rétta eftir bekkjum verður eftirfarandi:
1. Marens
2. Heitur réttur
3. Heitur réttur
4. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti
5. Pönnukökur / skinkuhorn / snúðar / flatkökur með hangikjöti
6. Skúffukaka
7. Muffins
8. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka)
9. Terta/kaka (annað en marens eða skúffukaka)
10. Marens
Móttaka veitinganna er í heimilifræðistofunni og koma þarf með veitingarnar fyrir kl. 12:00.
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira