Fréttir

Fréttabréf Októbermánaðar

Hér kemur loks fréttabréf Naustaskóla.
Lesa meira

Opnunarhátíð Íþróttahússins

Í dag var haldin opnunarhátíð nýja íþróttahússins. Nemendur og kennarar gengu fylktu liði í skrúðgöngu um salinn, Víkingaklappið var tekið, dansinn dunaði og skúffukaka var í boði. Hér má sjá nokkrar myndir frá opuninni....
Lesa meira

Foreldrafélag Naustaskóla minnir á aðalfund félagsins í kvöld

Heil og sæl kæru foreldrar. Foreldrafélag Naustaskóla minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður á sal skólans kl. 20.00 í kvöld. Ætlast er til að fulltrúi frá hverju heimili mæti á fundinn sem lýkur eigi síðar en kl. 21.00. Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélagsins Áshildur Hlín Valtýsdóttir BEd, ACC markþjálfi s: 842-2711 asahlinv@hotmail.com ashildurhlin@gmail.com
Lesa meira

Íþróttahúsið tekið í notkun

Mikill gleðidagur er í Naustaskóla í dag þegar hið langþráða íþróttahús er loks tekið í notkun. Starfsfólk og nemendur eru alsælir með góða aðstöðu og hlakka til að njóta og nýta.
Lesa meira

Vatnstjón í Naustaskóla

Það var ekki skemmtileg aðkoman á mánudagsmorgni í Naustaskóla. Vatnstjón varð í starfsmannaálmu vegna stíflaðra niðurfalla. Slökkvilið og ræstitæknar komu og hreinsuðu vatnið upp en ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á munum skólans.
Lesa meira

Foreldrafundi frestað til 28. september

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins um tvær vikur, en hann átti að vera í kvöld kl 20.00. Hér með er því boðað til aðalfundar miðvikudaginn 28. september kl. 20.00 á sal skólans. Foreldrum og forráðamönnum er bent á að ætlast er til að aðili frá hverju heimili mæti á fundinn. Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf en megináhersla lögð á að skipuleggja bekkjarkvöld komandi skólaárs. Það verkefni skal unnið í sameiningu af foreldrum hvers bekkjar og er reiknað með miklum krafti í starfinu á komandi vetri! Bestu kveðjur f.h. stjórnar, Áshildur
Lesa meira

Morgunfundir foreldra 5.-9. september

Vikuna 5. – 9. september bjóðum við foreldrum á morgunfundi með kennurum. Fundirnir eru frá kl. 8:10 – 9:10. Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfi barna þeirra í skólanum o.fl. auk þess sem tækifæri gefst til umræðna og fyrirspurna. Hér fyrir neðan má sjá skipulag morgunfundanna. Mánudaginn 5. september – 8.-10. bekkur kl. 8:10 – 9:10 • Nemendur mæta í skólann kl. 9:10 Þriðjudaginn 6. september 6. – 7. bekkur kl. 8:10 – 9:10 • Nemendur mæta kl. 9:10 Miðvikudagurinn 7. september 4. – 5. bekkur kl. 8:10 – 9:10 Nemendur mæta samkvæmt stundarskrá. Fimmtudagurinn 8. september 2. -3. bekkur kl. 8:10 – 9:10 Nemendur mæta samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira

6. bekkur um borð í Húna II

Í gær fór 6. bekkur ásamt kennurum í vettvangsferð á sjó í bátnum Húna II. Hollvinir Húna II standa fyrir ferðum fyrir alla 6. bekkinga á Akureyri í samstarfi við skóladeild Akureyrarbæjar og Háskólann á Akureyri. Hér má sjá myndir úr ferðinni...
Lesa meira

Opinn fyrirlestur í Brekkuskóla á vegum ADHD samtaka

Fimmtudaginn 1. september bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð, félagsmönnum sínum á Norðurlandi upp á opinn fyrirlestur. Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður Sigurðardóttir, stofnandi Ég er unik verkefnisins, yfir hennar lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfu rófi. Sjá nánar auglýsingu..
Lesa meira