Fréttir

Námskeið í dag, 1. febrúar kl. 17:00-19:00!!

Minnum á námskeiðið í dag! Jákvæður agi - foreldranámskeið 1. - 6. bekkur Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga. Kennari: Aníta Jónsdóttir Hvar: Á sal Naustaskóla Hvenær: 1. og 8. febrúar kl. 17-19
Lesa meira

Skákmót í Naustaskóla

Skákmót fór fram í Naustaskóla sl. fimmtudag og voru 22 þátttakendur. Ingólfur Árni Benediktsson úr 4. bekk bar sigur úr býtum og vann 5 leiki. Í öðru sæti var Sölvi Steinn Sveinsson í 6. bekk og í jöfn í 3.-6. sæti urðu Heiðar Snær Barkarson, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Elías Bjarnar Baldursson og Snæbjörn Þórðarson, öll í 6. bekk. Sjá myndir hér....
Lesa meira

Fundur með foreldrum barna í 5. bekk

Minnum á fundinn í dag kl. 17:00 á sal skólans með foreldrum barna í 5. bekk og Vilborgu Ívarsdóttur.
Lesa meira

Litlu jólin á morgun 21. des kl. 08:30 - 11:00

Allir nemendur mæta í skólann 8:30 á sitt heimasvæði.
Lesa meira

Uppskeruhátíð lestrarátaks

Í dag var uppskeruhátíð lestrarátaks sem stóð yfir í tvær vikur og viðurkenningar veittar. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur kom í heimsókn og veitti nemendum bikara og Telma Ósk Þórhallsdóttir, fulltrúi nemendaráðs tilkynnti verðlaunahafa. Á yngsta stigi bar 1. bekkur sigur úr býtum, 4.-5. bekkur á miðstigi og 8. bekkur á unglingastigi en þau fengu bikara fyrir flestar bækur lesnar. Í lokin sungu allir saman jólalag undir stjórn Stefáns kennara í 4. og 5. bekk.
Lesa meira

Foreldrafyrirlestur um kynlíf og klám

Vekjum athygli á auglýsingu sem birtist í dagskránni um fyrirlestur fyrir foreldra um kynlíf og klám. Fyrirlesturinn verður í Síðuskóla í kvöld 6. des og hefst kl. 20:00. Sigga Dögg kynfræðingur heimsækir alla 8. bekkinga á Akureyri í þessari viku og verður í Naustaskóla á morgun, miðvikudag. Fyirlesturinn er opinn öllum foreldrum.
Lesa meira

Myndir 7. bekkur á Reykjum

Hér koma myndir frá skólabúðum 7. bekkjar á Reykjum.
Lesa meira