24.05.2017
Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 2. júní.
Skipulagið er eftirfarandi:
Kl. 9:00 mæta nemendur 1. 3. 5. 7. og 9. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2. 4. 6. og 8. bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði.
Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 15:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð í boði 9. bekkjar.
Lesa meira
22.05.2017
Hér má sjá nokkur skemmtileg myndbönd sem nemendur í 6. og 7. bekk gerðu í Dans og Stop motion smiðju í vetur.
Lesa meira
16.05.2017
Þessa dagana fer fram grunnskólakeppni UFA í frjálsum íþróttum í Boganum. Í morgun var keppni 4. bekkinga í grunnskólum Akureyrar og gerði Naustaskóli sér lítið fyrir og sigraði keppnina! Til hamingju 4. bekkur!!
Lesa meira
05.05.2017
Í kvöld verður ball fyrir nemendur á unglingastigi. Ballið hefst kl. 20:30 til 23:30.
Nemendum í 7. bekk er boðið að koma á milli 20:30 til 22:30
Miðaverð 1000 kr.
Lesa meira
02.05.2017
Miðvikudaginn 3. maí heldur 10. bekkur sumarball fyrir yngri krakkana. Ballið er frá kl. 16:30-18:00 fyrir 1.-4. bekk og frá 18:00-19:30 fyrir 5.-7. bekk. Það kostar 600 kr. inn og verður sjoppa á seinna ballinu. Endilega mætið sumarleg:)
Lesa meira
19.04.2017
Minnum á frídaga á morgun og fösdudag, sumardagurinn fyrsti á morgun fimmtudag og starfsdagur á föstudag. Frístund verður opin á föstudag.
Lesa meira
07.04.2017
Árshátíðin í gær gékk ljómandi vel með samstilltu átaki nemenda, starfsfólks og foreldra eftir mikinn undirbúning síðustu daga við að semja atriði, þrotlausar æfingar, búningavinnu, tæknivinnslu og fleira. Nemendur stóðu sig frábærlega á sviðinu og í annarri vinnu við sýningarnar. Ekki má gleyma glæsilegu kaffihlaðborðinu með bakkelsi sem foreldrar lögðu til og foreldrar tíundu bekkinga unnu við. Ágóðinn af kaffihlaðborði rennur svo í ferðasjóð útskriftarnemanna í vor. Hér má sjá myndir frá sýningunum sem Árni Hrólfur tók.
Lesa meira