Vegna kvennafrídags á morgun

Kæru foreldrar

Á morgun 24. október er kvennafrídagurinn 50 ára og haldið verður upp á það með samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 11:15. Mikil hvatning er í samfélaginu til kvenna og kvára að taka þátt í hátíðarhöldunum og er vilji sveitarfélagsins að gera sem flestum kleift að sækja fundinn. Vegna þess mun Naustaskóli fella niður kennslu hjá öllum bekkjum kl. 10:50. Við óskum eftir því að foreldrar barna í 1. – 3. bekk sæki börnin sín í skólann.

Frístund er lokuð eftir hádegi vegna manneklu.

Stjórnendur Naustaskóla