Þemadagar í Naustaskóla

 

Árangursríkir og skemmtilegir dagar að baki!
Í síðustu viku voru þemadagar þar sem starfsfólk skólans bauð upp á fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem þemað í ár var námsaðlögun og skapandi nám í gegnum upplýsingatækni og listgreinar.
Markmið daganna var að skerpa á og kynna leiðir til þess að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og skapandi námi, með sérstökum fókus á upplýsingatækni og listgreinar.
Nemendur heimsóttu ýmsar stöðvar þar sem þeir fengu tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og öðlast nýja kunnáttu á skemmtilegan hátt. Lögð var mikil áhersla á að allir hefðu gagn og gaman af því að brjóta upp hefðbundnar stundatöflur og upplifa skólann á nýjan hátt.

Fjölbreytt nám

1. bekkur vann með söguna um Gilitrutt á fjölbreyttan og skapandi hátt. Þau endurgerðu söguna á listrænan hátt, unnu í Osmo og bjuggu til Gilitrutt á skapandi hátt eins og sjá má hér. 

2.-3. bekkur fékk að upplifa spennandi Halloween-hrekkjavökuþema þar sem unnið var með sögu um norn sem átti heima í skólanum. Kennarar notuðu sem skapandi kveikju að setja mynd af norninni inn á myndir úr skólanum sem sló rækilega í gegn hjá nemendum! Auk þess unnu nemendur kóngulóarvefi og samþættu það í útikennslu þar sem þau týndu laufblöð og elduðu pylsur í mímíubúningi. 

4.-7. bekkur kynnti sér gervigreind og nýtti hana á skapandi hátt þar sem nemendur sköpuðu sína eigin ofurhetju, Þau lærðu betur á Helperbird, hlustuðu á ævintýri og unnu með það. Nemendur fóru í ratleik og bjuggu t.d. til spil.

8.-10. bekkur vann að námsaðlögun þar sem fjallað var um allskonar aðferðir sem koma þeim vel í framtíðinni, auk skemmtilegrar sköpunar. 

Frábært var að sjá alla taka þátt og njóta þessara sérstöku daga þar sem hefðbundnar stundatöflur voru brotnar upp og skólinn upplifður á nýjan hátt!

Sjá myndir frá þemadögunum hér..