Þemadagar verða hjá okkur í skólanum nk. fimmtudag og föstudag. Í ár ætlum við að vinna með gildið námsaðlögun.
Yfirskrift daganna er:
Námsaðlögun og skapandi nám í gegnum upplýsingatækni og listgreinar.
Starfsfólk skólans skipuleggur stöðvar sem nemendur heimsækja sem hafa allar þann tilgang að skerpa á eða kynna leiðir til þess að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum skapndi náms; með fókus á leiðir innan upplýsingatækni og listgreinar. Við ætlum þó fyrst og fremst að hafa gaman og njóta þess að brjóta upp hefðbundnar stundatöflur. Síðari daginn mega nemendur koma með frjálst nesti.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is