Ný stafræn lausn er nú komin í notkun sem gerir foreldrum kleift að nálgast stafræna útgáfu af skóladagatölum allra leik- og grunnskóla á Akureyri. Lausnin er aðgengileg á vefslóðinni https://reiknivelar.akureyri.is/skoladagatol
Foreldrar geta valið einn eða fleiri skóla og hlaðið niður dagatölunum sem svokallaðri ICS skrá, sem opnast í öllum helstu dagatalsforritum, svo sem Outlook, Google Calendar og fleiri.
Með þessu móti geta foreldrar auðveldlega fylgst með helstu viðburðum skólaársins, eins og skipulagsdögum, vetrarfríum, skólaslitum og fleiru – og jafnvel fengið sjálfvirkar áminningar beint í símann eða tölvuna.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is