Nemendadagur 2025

Nemendadagurinn var í dag og var margt brallað að venju. Alls kyns stöðvar voru settar upp víðsvegar um skólann þar sem nemendur fengu að spreyta sig við hinar og þessar þrautir og verkefni. Meðal stöðva var til dæmis fjársjóðsleit, skutlukeppni, limbó, fígúrugerð og skotfimi. Íþróttakeppnir voru haldnar milli starfsfólks og nemenda og var keppt í fótbolta, körfubolta og blaki og höfðu starfsmenn betur eftir harða keppni í öllum greinum. Hápunktur dagsins var svo hæfileikakeppni nemenda og voru mjög mörg atriði á sviðinu sýnd fyrir fullum sal. Dómnefndin, sem var skipuð starfsfólki og nemendum úr 10. bekk, átti fullt í fangi með að dæma atriðin og valdi að lokum í þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru drengir úr 10. bekk, þeir Haukur, Siggi Nói, Ísak, Kristdór og Gabríel. Í öðru sæti var Bríet Tinna með dansatriði og í fyrsta sæti var trommuleikarinn Júlíus. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.