Nú eru árangursríkir og skemmtilegir dagar að baki!
Í síðustu viku voru þemadagar, en þemað í ár var námsaðlögun og skapandi nám í gegnum upplýsingatækni og listgreinar. Starfsfólk skólans lagði mikið kapp í það að setja upp stöðvar sem opnuðu augu nemenda fyrir ólíkum leiðum námsaðlögunar. Markmið daganna var að skerpa á og kynna leiðir til þess að efla nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og í skapandi námi sem við teljum vera mikilvægt. Lögð var mikil áhersla á að allir hefðu gagn og gaman af því að brjóta upp hefðbundnar stundatöflur, nemendur flökkuðu á milli stöðva og upplifðu mörg hver skólann á nýjan hátt.
1. bekkur vann með söguna um Greppikló á fjölbreyttan og skapandi hátt. Þau endurgerðu söguna á listrænan hátt, unnu í forrititnu Osmo og bjuggu til Greppikló á skapandi hátt eins og sjá má hér.
2.-3. bekkur unnu með hrekkavökuna þar sem unnið var með sögu um norn sem átti heima í skólanum. Kennarar undirbjuggu skapandi kveikju; settu mynd af norninni inn á myndir úr skólanum sem sló rækilega í gegn hjá nemendum! Auk þess unnu nemendur kóngulóarvefi og samþættu það í útikennslu þar sem þau týndu laufblöð og elduðu pylsur í múmíubúningi.
4.-7. bekkur unnu með allskyns ævintýri Þau kynntu sér gervigreind og nýtti hana á skapandi hátt þar sem nemendur sköpuðu meðal annars sína eigin sögupersónu, Þau lærðu betur á hjálpar forritið Helperbird, fóru í ratleik um hverfið og bjuggu til spil og leiki sem þau nýttu sér svo í samvinnuverkefni.
8.-10. bekkur fékk tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á fjölbreyttum forritum á borð við Helperbird, Quizlet og Canva auk þess að fá tækifæri til tæknilegrar aðstoðar með hljóðbækur, að tala við skjöl sem býr til skriflegan texta og færðu ljósmynd yfir á tréverk. Auk þess alls ættu þau að vera fær í því að skipuleggja nám sitt og tíma betur en áður.
Það sem var ánægjulegast að sjá var að nemendur tóku virkan þátt, og nutu þessa mikilvægu uppbrotsdaga en mörg hver hugsuðu ekki einu sinni út í það að þau væru að læra - sem er skemmtilegt!
Sjá myndir frá þemadögunum hér..
|
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is