
Fréttabréf júní
6.tbl. 16. árg.1. júní 2025

Kæra skólasamfélag
Síðustu vikur hafa einkennst af blíðskapaveðri. Nemendur eru búnir að vera á ferð og flugi og notið meiri útiveru en á hefbundnum skóladögum. Einnig hafa þau tekið þátt í íþróttamótum, farið á leiksýningar og svo fór 10.bekkur í sitt hefbundna skólaferðalag. Allir nemendur hafa síðan farið í ísferð með sínum kennurum í boði foreldrafélagsins. Þessa síðustu viku af skólaárinu má reikna með kalsa veðri en við látum það ekki á okkur fá og högum þeim dögum eftir því og stefnum að UNICEF hlaupinu á mánudaginn og vonum við að veðrið leiki við okkur þann dag.
Í Naustaskóla er lögð rík áhersla á tilfinningalega heilsu og vellíðan nemenda, enda er það hornsteinn velferðar þeirra í lífinu. Skólinn leggur sig fram um að mæta hverjum nemanda á hans eigin forsendum og veita þann stuðning sem þarf til að efla þroska og velferð. Í vor munu 42 nemendur útskrifast úr 10. bekk. Þó að breytingar geti valdið óöryggi, bæði hjá nemendum og foreldrum, sýnir reynslan að nemendur Naustaskóla standa sig yfirleitt vel á næsta skólastigi. Skólinn hefur lagt góðan grunn að framtíð þeirra með áherslu á tilfinningalega og félagslega færni, sem mun nýtast þeim vel á nýjum vettvangi.
Nokkrir af starfsmönnum okkar hverfa á braut eftir þetta skólaár í önnur verkefni og óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Enn er unnið að því að ráða inn kennara og rétt að nefna að nýr húsvörður Eiríkur H. Kjerúlf hefur tekið til starfa og hefur Vignir látið af störfum.
Að lokum kæru foreldrar viljum biðja ykkur um að fylgjast með leik barnanna á leikvelli skólans í sumar og leiðbeina þeim á jákvæðan hátt geri þau mistök í samskiptum við önnur börn. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndir barnanna okkar bæði í leik og starf.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að hitta ykkur á nýjan leik í haust, tilbúin í ný verkefni á nýju skólaári.
Stjórnendur og starfsfólk Naustaskóla
Útskrift 10.bekkjar fimmtudagur 5. júní
Útskrift 10.bekkjar fer fram á sal skólans kl. 17:00 – að henni lokinni er kaffihlaðborð fyrir 10.bekk og aðstandendur þeirra auk starfsfólks. Kaffiboðið er í boði foreldra 9. bekkjar en þessi skemmtilega hefð hefur skapast í Naustaskóla og munu 9.bekkingar njóta þess þegar röðin kemur að þeim að útskrifast
Skólaslit föstudagur 6. júní
Hér fyrir neðan er skipulag skólaslitadags:
Kl. 09:00 mæta nemendur 1.,3., 5., 7. og 9.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði með kennurunum sínum.
Kl. 11:00 mæta nemendur 2., 4., 6. og 8.bekkjar á sal skólans og fara síðan inn á sín svæði með kennurunum sínum.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir á skólaslit.
• Frístund er lokuð á skólaslitadaginn.
Skólasetning 22. ágúst
Skólasetning verður 22. ágúst og munu upplýsingar koma fram á heimasíðu skólans þegar að því kemur.
Frístund er opin á skólasetningardaginn.
Við viljum hvetja foreldra sem eru að huga að fríi á næsta skólaári að skoða vel skóladagatalið með það í huga að reyna nota þá frídaga sem eru til staðar samkvæmt skóladagatali svo barnið missi sem minnst úr skóla. Það getur komið niður á börnum námslega og félagslega ef þau eru mikið frá skóla. Hér má sjá fyrir skólaárið skóladagatal 2025 - 2026 .
Hér má sjá hagnýtar upplýsingar "Að byrjar í grunnskóla" á heimasíðu Akureyrarbæjar.