Viðtalsdagar og starfsdagur

Nk. fimmtudag og föstudag verða viðtalsdagar hér í skólanum og því engin kennsla en nemendur eiga að mæta með foreldrum í viðtölin. Á mánudaginn er svo starfsdagur og frí hjá nemendum. Frístund verður opin alla þessa daga frá kl. 08:00-16:15 fyrir börn sem þar eru skráð.