Útivistardagur á morgun fimmtudag 30. ágúst

Útivistardagur á morgun 30. ágúst.

Á morgun er útivistardagur í skólanum. Margt spennandi er í boði og eru nemendur búnir að velja hvað þeir ætla að gera. Við biðjum ykkur foreldra að sjá til þess að börnin ykkar hafi viðeigandi útbúnað, veiðistöng ætli þau að veiða, hjálm ef þau ætla að hjóla, góða skó og útivistarfatnað ætli þau í fjallgöngu. Á svona degi þarf gott nesti,  allt er leyfilegt nema snakk, sælgæti og gosdrykkir. Að sjálfsögðu klæða sig svo allir eftir veðri.
Skóla lýkur á milli kl. 12 og 13, eftir því hvenær börnin koma úr ferðum og klára hádegismat. Frjáls mæting er í valgreinar hjá unglingadeild.

Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum, hafi þeir tök á því.

Bryndís, Alla og Heimir.