Uppskeruhátíð lestrarátaks

Í dag var uppskeruhátíð lestrarátaks sem stóð yfir í tvær vikur og viðurkenningar veittar. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur kom í heimsókn og veitti nemendum bikara og Telma Ósk Þórhallsdóttir, fulltrúi nemendaráðs tilkynnti verðlaunahafa. Á yngsta stigi bar 1. bekkur sigur úr býtum, 4.-5. bekkur á miðstigi og 8. bekkur á unglingastigi en þau fengu bikara fyrir flestar bækur lesnar. Í lokin sungu allir saman jólalag undir stjórn Stefáns kennara í 4. og 5. bekk. Hér má sjá nokkrar myndir frá uppskeruhátíðinni.