Stúlkur úr Naustaskóla unnu stuttmyndakeppni

Stuttmyndakeppnin Stulli fór fram í Rósenborg sl. föstudag. Það voru þær Ásta Þórunn, Sara Elísabet og Jennifer úr Naustaskóla sem unnu keppnina með myndinni "Ekki Anda" en þema myndanna í ár var vísindaskáldskapur og hrollvekjur.
Við óskum stúlkunum innilega til hamingju. Hér má sjá nánar um keppnina og hægt að horfa á myndina.