Stóra upplestrarkeppnin - myndir

Í gær fór fram hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Dómarar voru þau Svanbjörg Sverrisdóttir, Bryndís Arnardóttir og Þorgeir Rúnar Finnsson. Það voru þær Telma Ósk Þórhallsdóttir, Salka Sverrisdóttir og til vara Vilhjálmur Sigurðsson sem valin voru fyrir hönd Naustaskóla til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer á sal Menntaskólans á Akureyri þann 7. mars nk. Hér má sjá myndir frá keppninni..