Útivistardagur í Hlíðarfjalli þriðjudaginn 30. janúar

 Áformaður útivistardagur í Hlíðarfjalli 30. janúar 2018

Þriðjudaginn 30. janúar er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars-eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum.

Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust. Nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Unnið er að því að kanna þörf fyrir búnað fyrir nemendur og þurfum við að ljúka við þá skráningu á viðtalsdögunum svo við getum sent pöntunarlista fyrir helgi. Hægt verður að fara á svigskíði, bretti, gönguskíði eða jafnvel fara í gönguferð.

Við komuna í fjallið fá nemendur lyftumiða sem gilda allan daginn. Nemendur í 5.-10. bekk geta notað miðann eftir hádegi en þurfa þá að koma með vasakort til að færa miðann yfir á. Þeir sem ekki eiga vasakort geta keypt slíkt fyrir 1.000 kr. ef þeir vilja halda áfram að skíða eftir hádegi. Athugið þó að skila þarf inn öllum lánsbúnaði um hádegi, þegar rútur á vegum skólans fara heim. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans með símtali, í tölvupósti eða á viðtalsdögunum. Athugið að nemendur eru á eigin vegum eftir að rútur skólans eru farnar.

Þegar nemendur koma til baka í skólann fá þeir hádegisverð, yngstu nemendurnir fara í eina kennslustund en fara að því búnu heim (eða í Frístund ef þeir eru skráðir þar). Áætlaða heimferðartíma má sjá hér á eftir:

Tímasetningar:

1.-3. bekkur: Mæting í skóla kl. 8:10

 Brottför frá skóla kl. 8:15

 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 11:20

Skóladegi lýkur kl. 13:00

4.-7. bekkur: Mæting í skóla kl. 8:10

 Brottför frá skóla kl. 8:30

Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:00

 Skóladegi lýkur kl. 13:00

 8.-10. bekkur Mæting í skóla kl. 8:50

 Brottför frá skóla kl. 9:00

 Heimferð úr Hlíðarfjalli kl. 12:40

Skóladegi lýkur ca. kl. 13:30

Útbúnaður:

Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar.

 Hjámar eru nauðynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjáma)

 Mikilvægt er að nemendur sé vel klæddir og í vel merktum fatnað.

Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum og húfunni.

Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.