Nemendadagurinn í gær - myndir

Í gær var nemendadagur í Naustaskóla og var hefðbundin dagskrá brotin upp. Lítið íþróttamót fór fram þar sem keppni var milli nemenda og starfsfólks og var hörð og spennandi keppni og tóku áhorfendur virkan þátt. Nemendur sigruðu í fótboltakeppni en körfubolta og blakleiki unnu starfsmenn. Því næst fór fram hæfileikakeppni nemenda og voru hvorki meira né minna en um þrjátíu atriði á dagskrá svo dómnefndin átti ekki auðvelt val fyrir höndum. Frammistaða nemenda var til fyrirmyndar í söng, dansi, hljóðfæraleik, töfrabrögðum og fleiru. En það fór svo að Þórunn Birna Kristinsdóttir í 5. bekk sigraði keppnina með frábæru dansatriði. Í öðru sæti var Anna Líf Diego í 3. bekk sem einnig sýndi dans og í 3. sæti var Jóhann Valur Björnsson í 5. bekk sem spilaði á hljómborð. Myndir frá deginum má sjá hér!