Nemendadagurinn á morgun föstudag

Nemendadagurinn

Á morgun, föstudaginn 24. febrúar er hinn árlegi nemendadagur í Naustaskóla. Þann dag fær nemendaráð að skipuleggja dagskrá dagsins fyrir hönd nemenda skólans. Í boði verða íþróttamót, hæfileikakeppni starfsfólks og svo auðvitað frjálst nesti og snúðasala 10. bekkjar. Á skóladagatali er þetta gulur dagur sem þýðir að skóladegi hjá 4. -10. bekk lýkur kl. 12:00. Nemendur í 1. -3. bekk verða í Frístund til kl. 13:00 – og þau börn sem eru skráð í Frístund eftir kl. 13:00 - klára daginn sinn þar eins og venjulega.

Bestu kveðjur Bryndís skólastjóri.