Naustaskóli hlýtur styrk frá Norðurorku

Síðastliðinn föstudag fékk Naustaskóli afhentan styrk frá Norðurorku að upphæð 100 þúsund kr. til kaupa á talgervlum og fræðslu á notkun annarra forrita sem styðja við lestrarkennslu. Bryndís skólastjóri og Eva námsráðgjafi veittu styrknum viðtöku. Hér má sjá frétt frá styrkveitingunni á heimsíðu Norðurorku.