Námskeið í dag, 1. febrúar kl. 17:00-19:00!!

Minnum á námskeiðið í dag!
Jákvæður agi - foreldranámskeið 1. - 6. bekkur   
Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu.
Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga.

Kennari: Aníta Jónsdóttir
Hvar: Á sal Naustaskóla
Hvenær: 1. og 8. febrúar kl. 17-19