Námskeið fyrir foreldra barna með einhverfu á Akureyri - 19. nóvember.

Námskeiðið er ætlað til að aðstoða foreldra til að takast á við greiningu og fræðast um einhverfu.  Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum frá fagfólki og umræðum.
Fyrirlesarar eru frá Laufey Gunnarsdóttir frá Greiningarstöð, Andrés Ragnarsson sálfræðingur og Benedikt Bjarnason foreldri barns með einhverfu og verður haldið á Strikinu þann 19. nóvember kl. 11-16 og boðið er upp á léttan hádegisverð og kaffi.  
Þessi námskeið hafa verið haldin nokkrum sinnum í Reykjavík þar sem móttökur hafa verið frábærar og fullt hefur verið út úr dyrum. Við vonum að það verði einnig raunin á Akureyri og hvetjum foreldra barna á einhverfurófinu til að skrá sig.