Ljóðasamkeppni í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

Síðastliðinn mánudag voru veitt verðlaun fyrir ljóðasamkeppni sem efnt var til í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu fjölmörg ljóð og var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. 

Í hópkeppninni báru þeir Mikael Aron Jóhannsson, Haraldur Máni Óskarsson og Alex Máni Sveinsson í 8. bekk sigur úr býtum. Ljóð þeirra er svohljóðandi:

Í skólanum er skemmtilegt að læra,
þar má nokkra kennara kæra.
Við ætlum ekki að nefna neinn,
en það eru fleiri en einn.
Ef við nefnum nöfn þá erum við í klandri,
ÆVINLEGA Andri. 

Í einstaklingskeppninni var það Richard Caspar Noll í 3. bekk sem sigraði, en hans ljóð er svohljóðandi:

Mömmur deyja aldrei,
því að ástin
er allt of sterk.
Ástin er það mikilvægasta
í heiminum.

Að lokum hlaut Aníta Líf Teitsdóttir í 6. bekk sérstök verðlaun fyrir skemmtilega framsetningu á sínu ljóði, en hennar ljóð myndaði útlínur Íslands eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.