Lestrarátak hefst

Í morgun áttum við góða stund á sal þegar lestrarátaki var hrynt af stað. Við fengum til okkar Arnar Má Arngrímsson rithöfund sem las úr bók sinni Sölvasaga unglins. Í lestrarátakinu er lögð áhersla á að nemendur kynni bókina sem þeir lesa. Við hvetjum foreldra til að taka þátt í lestrarátakinu með okkur með því að hjálpa til við val á bókum og ræða um efni og söguþráð bókanna. Hér má sjá nokkrar myndir frá morgninum.