Leikskólanemendur í "opinberri heimsókn"

Þrjá undanfarna miðvikudaga höfum við fengið "opinberar heimsóknir" í Naustaskóla. Þar er um að ræða elstu nemendur Naustatjarnar sem eru að kynna sér grunnskólann, enda styttist í að grunnskólagangan hefjist hjá þeim, og flest koma þau þá í Naustaskóla.  Í opinberum heimsóknum skoða þau skólann í fylgd skólastjóra og staldra við ýmislegt sem vekur athygli.  Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókn síðasta hópsins sem kom til okkar miðvikudaginn 27. janúar.