Kæra skólasamfélag

Kæra skólasamfélag.

Í ljósi umræðna á Facebook og í fjölmiðlum um atvik sem átti sér stað á skólalóðinni á miðvikudagsmorgun, vilja stjórnendur skólans koma því á framfæri að brugðist var strax við og starfsmenn skólans fylgdu málinu vel eftir. Okkur þykir miður hversu neikvæð umræða hefur skapast í kringum skólann okkar. Við erum ávallt tilbúin til að ræða málin og hvetjum því foreldra til að koma beint til skólans hafi þeir áhyggjur eða vangaveltur varðandi skólastarfið. Starfsfólk Naustaskóla sinnir starfi sínu af alúð og heilindum og hefur hagsmuni nemendanna að leiðarljósi.