Heimsókn Blakdeildar KA í íþróttatíma

Í þessari viku fengum við frábæra gesti frá Blakdeild KA í heimsókn til okkar. Þetta voru þjálfarar meistara- og yngri flokka blakdeildarinnar og leikmenn. Þau eru öll enskumælandi og fengu börnin því góða æfingu í ensku ásamt mjög skemmtilegum blakæfingum. Börnin tóku gestum okkar mjög vel, voru áhugasöm og lögðu sig öll fram við æfingarnar. Þjálfararnir áttu ekki til orð yfir fallega skólanum okkar og fannst dásamlegt að fylgjast með glöðum börnum á göngum skólans. Hér má sjá nokkrar myndir úr tímunum.