Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í gær sem byrjuðu á samveru nemenda og kennara. Nemendur úr 4. bekk sýndu fallegan helgileik á sal og að því loknu fóru allir í íþróttasalinn sem búið var að setja í hátíðarbúning. Dansað var í kringum jólatré og jólalögin sungin við undirleik Heimis Bjarna. Hurðarskellir og Kjötkrókur mættu í dans og söng og færðu börnunum mandarínur. Hér má sjá nokkrar myndir frá samverunni.
Að lokum óskum við öllum nemendum og forráðamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. Við minnum á að 3. janúar er starfsdagur í Naustaskóla og Frístund er lokuð þann dag. Skóli hefst samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 4. janúar.