158 nemendur í sóttkví

Í gær greindust þrír nemendur með COVID 19 í Naustaskóla og í samráði við rakningarteymi almannavarna ríkisins voru nemendur í 4. – 7. bekk sendir í sóttkví fram á miðvikudag.
Bæði kennarateymin fara einnig í sóttkví ásamt þremur skólaliðum. Alls eru 158 nemendur og 22 starfsmenn í sóttkví þar til í næstu viku. Ekki er talin ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.
Við óskum eftir því að foreldrar ræði við börn sín um að sýna aðgát í umtali um þá sem greinst hafa smitaðir. En nokkuð hefur borið á því að þeir nemendur sem greinst hafa smitaðir verði fyrir aðkasti á netinu.
Einnig beinum við þeim tilmælum til foreldra að senda börn sín ekki í skólann með kvef – eða flensueinkenni og fara með þau í sýnatöku til að taka af allan vafa um smit.